Home / Fréttir / Vill hafnaraðstöðu fyrir Bandaríkjaflota á Íslandi

Vill hafnaraðstöðu fyrir Bandaríkjaflota á Íslandi

Robert Burke flotaforingi
Robert Burke flotaforingi
Í gær birtist hér frétt úr Jyllands-Posten um að að bandaríski flotaforinginn Robert Burke hefði verið í Kaupmannahöfn og Þórshöfn í Færeyjum og rætt við ráðherra og embættismenn. Einnig sagði frá því að hann ætlaði að ræða við Grænlendinga.
Flotaforinginn kom einnig til Íslands eins og þessi frétt í Morgunblaðinu laugardaginn 31. október sýnir:
Bandaríkjaher áhugasamur um aðstöðu á Austurlandi
Flotaforingi vill skoða varanlega aðstöðu hersins
Robert Burke flotaforingi og yfirmaður bandaríska sjóhersins í Evrópu segir bandaríska herinn vera að íhuga aukna fjárfestingu hér á landi sem myndi fjölga þjónustusvæðum fyrir flotann við Íslandsstrendur. Herinn sé að kanna hvort „eitthvert verðmæti sé í litlu, varanlegu fótspori frá Bandaríkjunum“ á Íslandi.Hann segir herinn líta sérstaklega til Austurlands þar sem slíkur staður væri „hentugri“ fyrir hernaðaraðgerðir en t.d. höfuðborgarsvæðið, vegna nálægðar við svæðin þar sem rússneskir kafbátar athafna sig reglulega. Auk þess myndi slík aðstaða geta stutt undir öflugri leit og björgun á hafsvæðum umhverfis Ísland. Ekki er búið að ræða við íslensk yfirvöld um þessi áform en hugmyndinni hefur verið velt upp, að sögn Burkes. „Ég veit ekki hve móttækileg ríkisstjórnin ykkar er í þessu máli, svo við verðum að eiga það samtal.“

Skoða einnig

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við …