Home / Fréttir / Vilja Norðurleiðina opna allt árið

Vilja Norðurleiðina opna allt árið

Myndin er gasflutningaskipinu Christophe de Magerie sem smíðað er til íssiglinga og til að flytja fljótandi jarðgas (LNG) frá Sabetta á Jamal-skaga.
Myndin er gasflutningaskipinu Christophe de Magerie sem smíðað er til íssiglinga og til að flytja fljótandi jarðgas (LNG) frá Sabetta á Jamal-skaga.

Rússneski gasframleiðandinn Novatek vill fá afnot af kjarnorkuknúnum ísbrjótum til að halda Norðurleiðinni, siglingaleiðinni í Norður-Íshafi fyrir norðan Rússland, opinni til Asíu allan ársins hring.

„Áform okkar eru að Norðurleiðin verði opin tólf mánuði á ári frá árinu 2023 með 100 megawatta/klst. kjarnorkuknúnum ísbrjótum,“ sagði Mark Gjetvaíj, fjármálastjóri Novatek, á orkuráðstefnu.

Novatek rekur Jamal-jarðgasstöðvarnar (LNG) og höfnina í Sabetta á Jamal-skaga. Þar hafa verið framleidd 11 milljónn lestir af LNG síðan vinnsla hófst í desember 2017.

 

Heimild: Reuters

Skoða einnig

Zelenskíj segir Bakhmut ekki á valdi Rússa

  Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti sagði síðdegis sunnudaginn 21. maí að hermenn Rússneska sambandsríkisins hefðu ekki …