Home / Fréttir / Víðtækar heræfingar Finna með Bandaríkjamönnum og NATO

Víðtækar heræfingar Finna með Bandaríkjamönnum og NATO

Viro ilmavalvonta
Þotur frá breska og pólska flughernum á æfingu yfir Litháen.

 

Finnar munu taka þátt í miklum heræfingum í Póllandi 7. til 17. júní ásamt samstarfsaðilum sínum í NATO. Rúmlega 25.000 hermenn verða í Póllandi við æfingar skömmu áður en leiðtogafundur NATO verður haldinn í Varsjá í júlí.

Á vefsíðu herstjórnar Bandaríkjanna í Evrópu er æfingunni, sem kallast Anakonda 2016, lýst en alls munu 24 NATO-ríki og samstarfsríkja þeirra, þar á meðal Svíþjóð og Finnland, senda rúmlega 25.000 manns til æfinganna. Markmiðið er að þjálfa pólska hermenn til þátttöku í aðgerðum með hermönnum annarra ríkja.

Finnski herinn tekur einnig þátt í árlegri Baltop-æfingu sem verður á Eystrasaltsvæðinu í júní. NATO skipuleggur þessa æfingu og að þessu sinni snýst hún meðal annars um innrás á Syndalen-æfingasvæðið á Hanko-skaga.

Föstudaginn 13. maí lauk heræfingunni Arrow 16 í Finnlandi. Brynvarðar vélaherdeildir tóku þátt í henni 2. til 13. maí, þar á meðal bandarísk Stryker-sveit, en Stryker eru brynvarðir herflutningabílar. Rúmlega 2.000 manns komu að þessari æfingu.

Finnska flugherstjórnin í Karelínu er nú gestgjafi nokkurra bandarískra F-15 orrustuþotna frá Oregon National Guard sem æfa í Rissila-héraði í Kuopio. Þetta er í fyrsta sinn sem bandarískar orrustuþotur stunda svo viðamiklar æfingar í boði Finna, þeim lýkur í vikunni.

Heimild Yle.

 

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …