Home / Fréttir / Víðtækar heræfingar Finna með Bandaríkjamönnum og NATO

Víðtækar heræfingar Finna með Bandaríkjamönnum og NATO

Viro ilmavalvonta
Þotur frá breska og pólska flughernum á æfingu yfir Litháen.

 

Finnar munu taka þátt í miklum heræfingum í Póllandi 7. til 17. júní ásamt samstarfsaðilum sínum í NATO. Rúmlega 25.000 hermenn verða í Póllandi við æfingar skömmu áður en leiðtogafundur NATO verður haldinn í Varsjá í júlí.

Á vefsíðu herstjórnar Bandaríkjanna í Evrópu er æfingunni, sem kallast Anakonda 2016, lýst en alls munu 24 NATO-ríki og samstarfsríkja þeirra, þar á meðal Svíþjóð og Finnland, senda rúmlega 25.000 manns til æfinganna. Markmiðið er að þjálfa pólska hermenn til þátttöku í aðgerðum með hermönnum annarra ríkja.

Finnski herinn tekur einnig þátt í árlegri Baltop-æfingu sem verður á Eystrasaltsvæðinu í júní. NATO skipuleggur þessa æfingu og að þessu sinni snýst hún meðal annars um innrás á Syndalen-æfingasvæðið á Hanko-skaga.

Föstudaginn 13. maí lauk heræfingunni Arrow 16 í Finnlandi. Brynvarðar vélaherdeildir tóku þátt í henni 2. til 13. maí, þar á meðal bandarísk Stryker-sveit, en Stryker eru brynvarðir herflutningabílar. Rúmlega 2.000 manns komu að þessari æfingu.

Finnska flugherstjórnin í Karelínu er nú gestgjafi nokkurra bandarískra F-15 orrustuþotna frá Oregon National Guard sem æfa í Rissila-héraði í Kuopio. Þetta er í fyrsta sinn sem bandarískar orrustuþotur stunda svo viðamiklar æfingar í boði Finna, þeim lýkur í vikunni.

Heimild Yle.

 

Skoða einnig

NATO verður að móta norðurslóðastefnu til að svara umsvifum Rússa frá Kólaskaga

Liselotte Odgaard er Senior Fellow, Hudson Institute, Washington, D.C. Greinin sem hér er sagt frá …