Home / Fréttir / Vel heppnað NATO námskeið Varðbergs

Vel heppnað NATO námskeið Varðbergs

Hér sést hluti þátttakenda í NATO námskeiði Varðbergs laugardaginn 27. október 2018.
Hér sést hluti þátttakenda í NATO námskeiði Varðbergs laugardaginn 27. október 2018.

Varðberg efndi til NATO námskeiðs í Veröld, húsi Vigdísar, laugardaginn 27. október.

Fjórir fyrirlestrar voru fluttir: Albert Jónsson, fyrrv. sendiherra, talaði um NATO í kalda stríðinu, Gustav Pétursson alþjóðamálafræðingur talaði um NATO eftir 1991, Anna Jóhannsdóttir, sendiherra Íslands hjá NATO, ræddi um NATO í dag og Björn Bjarnason, formaður Varðbergs, talaði um NATO og Ísland.

Hver fyrirlestur stóð í um 45 mínútur og síðan svöruðu fyrirlesarar fyrirspurnum. Voru líflegar viðræður milli fyrirlesara og um 30 þátttakenda.

Magnús Örn Gunnarsson stjórnaði námskeiðinu sem stóð frá 13.00 til 17.30 með kaffihléi. Auk Magnúsar Arnar kom Kristinn Valdimarsson, gjaldkeri Varðbergs, að því að skipuleggja og halda utan um námskeiðið.

Sigurvin Jarl Ármannsson og Magnús Örn Gunnarsson með skírteini sem staðfesta þátttöku þeirra í NATO námskeiðinu.
Sigurvin Jarl Ármannsson og Magnús Örn Gunnarsson með skírteini sem staðfesta þátttöku þeirra í NATO námskeiðinu.

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …