Home / Fréttir / Varnarmálaráðherrar Þýskalands og Frakklands árétta vilja til að mynda evrópskt öryggis- og varnarsamband

Varnarmálaráðherrar Þýskalands og Frakklands árétta vilja til að mynda evrópskt öryggis- og varnarsamband

Sylvie Goulard,varnarmálaráðherra Frakklands, og Ursula von der Leyen, varnrmálaráðherra Þýskalands.
Sylvie Goulard,varnarmálaráðherra Frakklands, og Ursula von der Leyen, varnrmálaráðherra Þýskalands.

Þjóðverjar og Frakkar segjast ræða saman um að koma á fót evrópskri öryggissveit. Sumir líta á þetta sem viðbrögð við stefnu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta en sagan er mun lengri.

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, hitti nýja franska varnarmálaráðherrann Sylvie Goulard í Berlín fimmtudaginn 1. júní. Á blaðamannafundi þeirra kom fram að þær vildu standa saman og vinna að því að Evrópumenn láti eigið öryggi sig meiru skipta.

„Við vitum að sameiginleg vinátta okkar og samvinna snertir miklu meira en tvíhliða tengsli okkar,“ sagði von der Leyen. „Báðar þjóðir okkar skiptir miklu að við leggjum meira af mörkum fyrir Evrópu og að við vinnum saman að því að koma á fót varnar- og öryggissambandi Evrópu.“

Kjarna samstarfsins innan ESB á þessu sviði er lýst í samvinnu sem á ensku er kölluð Permanent Structured Cooperation, eða PESCO. Sé vitnað til lýsingar framkvæmdastjórnar ESB á þessari viðvarandi skipulögðu samvinnu „gerir hún kjarnahópi ríkja kleift að taka kerfisbundin skref í átt að samhæfðari öryggis- og varnarstefnu án þess að sundra ESB“. Með öðrum orðum þá geta einstök, áhugasöm ríki tekið höndum saman um öryggisverkefni án þess að öll ESB-ríkin samþykki að taka þátt í því.

„Vegna evrópskra útlendingamála verðum við að vinna saman en við verðum einnig að líta með opnum huga til annarra samstarfsríkja,“ sagði Gouldard sem aðeins hefur verið varnarmálaráðherra Frakklands í tvær vikur. „Þetta er mjög metnaðarfullt verkefni sem við erum að hefja en við viljum ekki setja neinar hindranir í veg fyrir önnur Evrópuríki sem eru ekki sammála okkur.“

Varnarmálaráðherrarnir sögðust hafa stigið markverð skref innan ramma PESCO og ríki þeirra mundu leggja fimm Afríkuríkjum sunnan Sahara lið í baráttunni við hryðjuverkamenn.

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …