Home / Fréttir / Varnarmálaráðherrar Norðurlanda ræða hernaðarumsvif Rússa

Varnarmálaráðherrar Norðurlanda ræða hernaðarumsvif Rússa

Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Ine Eriksen Søreide, varnarmálaráðherra Noregs, Peter Christensen, varnarmálaráðherra Danmerkur. Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finnlands og Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri.
Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Ine Eriksen Søreide, varnarmálaráðherra Noregs, Peter Christensen, varnarmálaráðherra Danmerkur. Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finnlands og Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri.

 

Varnarmálaráðherrar Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur hittust á fundi í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 31. mars, Arnór Sigurjónsson. skrifstofustjóri öryggis- og varnarmála í utanríkisráðuneytinu, sat fundinn fyrir Íslands hönd.

Varnarmálaráðherrarnir hittast reglulega tvisvar á ári undir merkjum NORDEFCO (Nordic Defense Cooperation). Eftir fundinn að þessu sinni ræddi blaðamaður vefsíðunnar EUobserver við Ine Eriksen, varnarmálaráðherra Noregs, sem segir að inntak funda ráðherranna hafi breyst undanfarin ár.

„Það hefur orðið gjörbreyting eftir innlimun Krímskaga. Umræður á Norðurlöndunum hafa breyst í öllu tilliti undanfarin tvö ár,“ sagði ráðherrann.

Í sameiginlegri yfirlýsingu að fundinum loknum segir að varnarsamstarf Norðurlandanna þróist vel. Samvinna aukist ár frá ári og lögð sé áhersla á finna árangursríkar lausnir fyrir ríkin í öryggis- og varnarmálum.

Lögð var áhersla á að nána samvinnu við Eystrasaltsríkin sem stuðli að auknu öryggi. „Við höfum áhyggjur af hernaðarlegum umsvifum á Eystrasaltssvæðinu og fylgjumst náið með þeim. Þess vegna hvetjum við Rússa til að virða gagnsæi og viðvaranir þegar þeir grípa til aðgerða á sviði hermála. Auk þess ítrekum við þá afstöðu á yfigangur Rússa gagnvart Úkraínu og ólögmæt innlimun Krím eru brot á alþjóðalögum og öðrum alþjóðasamþykktum.“

 

 

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …