Home / Fréttir / Varnarmálaráðherra ætlar að beita sér gegn áformum um ESB-her

Varnarmálaráðherra ætlar að beita sér gegn áformum um ESB-her

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta.
Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta.

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta, segir að bresk stjórnvöld muni beita neitunarvaldi gegn öllum áformum innan ESB um að auka hernaðarsamvinnu ESB-ríkjanna á þann veg að það trufli starfsemi NATO.

Ráðherrann sagði þetta á fundi í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, þriðjudaginn 26. september. Orð ráðherrans ber að skoða í ljósi þess sem sagt hefur verið um aukið hernaðarsamstarf innan ESB undanfarnar vikur bæði af hálfu stjórnmálamanna einstakra manna en einnig af hálfu þeirra sem fara með forystu fyrir ESB í Brussel.

Áform um aukna hernaðarsamvinnu innan ESB fengu byr undir báða vængi eftir að  Bretar ákváðu 23. júní 2016 að segja skilið við ESB.

Að lokinni ræðunni í Bratislava var Fellon spurður hvort Bretar gætu stöðvað framgang áætlana um hermál innan ESB á meðan þeir væru enn innan ESB. Þá svaraði hann: „Það er enginn meirihluti hér [meðal ESB-ríkjanna 27] fyrir ESB-her. Í nokkrum öðrum löndum eru menn sömu skoðanir og við og telja að [ESB-her] gangi gegn fullveldi einstakra ríkja.“

Fallon sagði Breta sammála þeim að ESB yrði að bæta stöðu sína gagnvart hryðjuverkamönnum, í útlendingamálum án þess að feta alfarið í spor NATO eða grafa undan samstarfinu þar.

Bretar mundu áfram leggja sitt af mörkum til varna Evrópu með aðild sinni að NATO þótt þeir færu úr ESB.

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, hélt fast í þá skoðun þriðjudaginn 26. september að áform um að efla varnar- og hernaðarsamstarf innan ESB beindust ekki gegn NATO. Í raun væri aukin varnarsamvinna Evrópulanda til þess fallin að styrkja NATO.

.

 

Skoða einnig

Döpur og dauf ræða „nýs“ Trumps á flokksþingi

„Nýi Donald Trump róaði og þaggaði niður í þjóðinni í 28 mínútur í gærkvöldi. Síðan …