Home / Fréttir / Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu


Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands.

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við áform Rússa, segir Radosław Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, við breska blaðið  The Guardian laugardaginn 25. maí.

Hann segir einnig að Pólverjar styðji að Úkraínuher sé heimilað að beita vestrænum vopnum til árása á skotmörk í Rússlandi.

Sikorski segir að það hafi að nýju runnið upp fyrir Pólverjum að þeir þyrftu að endurhervæðast og afla sér  hergagna eins og fallbyssukúlna.

„Við leyfðum öllum smiðjum sem framleiða þessi hergögn að hætta starfsemi eftir lok kalda stríðsins, “ ssgði Sikorski. „Því fylgja fjárútlát að sannfæra fyrirtæki um nauðsyn þess að viðhalda framleiðslulínum sem varaskeifum. Við greiddum einfaldlega ekki kostnaðinn við það. Eftir á að hyggja virðist það hafa verið mistök.“

Hann sagði blasa við að Evrópa væri eftirbátur annarra og tæknilega hefði fjarað undan ESB vegnsafjármagnsskorts til vopnaframleiðslu.

Pólverjar verja um 4% af vergri landsframleiðslu til varnarmála og gera fáar þjóðir í Evrópu betur í því efni.

Hann sagði að Vladimir Pútin Rússlandsforseti notaði 40% af vergri landsframleiðslu Rússa til hermála og hann myndi að lokum gera Rússland gjaldþrota með því að veita svo miklu fé til hersins. Í Rússlandi kæmu 3,5 milljónir manna að vopnaframleiðslu og hergagnaiðnaðinum. Á hinn bóginn hefðu þjóðir Evrópu ekki aðeins afvopnast þær hefðu einnig úrelt hergagnaiðnað sinn.

Sikorski sagði einnig í samtalinu við The Guardian að Vesturlönd ættu ekki að halda aftur af sér í stuðningi við Úkraínu. Hann sagði að Pólverjar myndu styðja átak meðal ESB-þjóða til að hvetja Úkraínumenn til að hverfa til heimalands síns og verjast árásum Rússa.

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …