Home / Fréttir / Utanríkisráðherra N-Kóreu hótar að skjóta niður bandarískar hervélar

Utanríkisráðherra N-Kóreu hótar að skjóta niður bandarískar hervélar

Ri Yong Ho utanríkisráðherra.
Ri Yong Ho utanríkisráðherra.

Utanríkisráðherra Norður-Kóreu sagði mánudaginn 25. september að N-Kóreustjórn hefði rétt til að verja sig með því að skjóta niður bandarískar flugvélar, jafnvel væru þær utan lofthelgi N-Kóreu.

Ri Yong Ho utanríkisráðherra sagði þetta þegar hann ræddi við fréttamenn á hóteli skammt frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York. Hann sagði ræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi SÞ í fyrri viku jafngilda stríðsyfirlýsingu.

„Allur heimurinn ætti að muna vel eftir því að það voru Bandaríkjamenn sem urðu fyrstir til að lýsa stríði á hendur okkur,“ sagði utanríkisráðherrann. „Þar sem Bandaríkjamenn hafa lýst stríði á hendur okkur höfum við fullan rétt á að grípa til gagnráðstafana, þar á meðal rétt til að skjóta niður langdrægar bandarískar sprengjuþotur jafnvel þótt þær séu ekki innan lofthelgi lands okkar.“

Í ræðu sinni hótaði Trump að leggja N-Kóreu „algjörlega í rúst“. Trump sagði:

„Engin þjóð á jarðarkringlunni hefur hag af því að þessi glæpahópur vígvæðist með kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Bandaríkjamenn búa yfir miklum styrk og þolinmæði en neyðist þeir til að verja sjálfa sig eða bandamenn sína eigum við aðeins þann kost að leggja Norður-Kóreu algjörlega í rúst. Rakettukallinn er í sjálfseyðingarleiðangri sínum og stjórnar sinnar.“

Frá því að ræðan var flutt þriðjudaginn 19. september hefur spenna magnast dag frá degi. Kim Jong-un braut út af vana sínum og birtist í sjónvarpi þar sem hann sagði Trump „andlega brenglaðan“. Þá hæddist Trump enn að Kim og kallaði hann „litla rakettukallinn“.

Ri sagði að N-Kóreumenn gætu sprengt vetnissprengju yfir Kyrrahafi. Í ræðu á allsherjarþinginu föstudaginn 22. september sagði Ri að virðingarleysi Trumps í garð Kims leiddi „óhjákvæmilega“ til þess að eldflaugar mundu „heimsækja“ Bandaríkin.

 

Ri, who said North Korea was prepared to test a hydrogen bomb over the Pacific Ocean, told the United Nations on Friday that Trump’s disrespect toward Kim made it “inevitable” that rockets would “visit” the U.S. mainland.

 

 

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …