
Kona hefur í fyrsta sinn verið kjörin forseti framkvæmdastjórnar ESB. Þetta gerðist á ESB-þinginu í Strassborg þriðjudaginn 16. júlí þegar meirihluti þingmanna samþykkti tillögu leiðtogaráðs ESB um að fyrrverandi varnarmálamálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen (60 ára) tæki við við af Jean-Claude Juncker 1. nóvember 2019.
Tvær vikur eru liðnar frá því að von der Leyen hlaut tilnefninguna í óþökk margra ESB-þingmanna og sérstaklega þýskra jafnaðarmanna. Á þinginu hlaut hún 383 atkvæði í leynilegri atkvæðagreiðslu. Til að hljóta kjör þurfti hún 374 atkvæði, það er helming þingmanna.