Home / Fréttir / Uppnám í grísku ríkisstjórninni vegna Makedóníu-samningsins

Uppnám í grísku ríkisstjórninni vegna Makedóníu-samningsins

Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, og Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands,
Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, og Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands,

Uppnám er í ríkisstjórn Grikklands eftir að Nikos Kotzias utanríkisráðherra sagði af sér embætti miðvikudaginn 17. október vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna um samninginn við Makedóníu um að ríkið skuli framvegis heita: Norður-Makedónía.

Ágreiningurinn er milli Kotzias, sem styður samninginn, og Panos Kammenos varnnarmálaráðherra sem er andvígur samningnum.

Alexis Tsipras forsætisráðherra sagði að hann yrði sjálfur utanríkisráðherra og mundi tryggja framgang samningsins á gríska þinginu. Með honum er opnuð leið fyrir Makedóníumenn til aðildar að ESB og NATO.

Samningurinn sem gerður var í júní er ekki aðeins deiluefni meðal stjórnmálamanna í Grikklandi heldur einnig Makedóníu. Þar var samningurinn lagður undir dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill meirihliuti þeirra sem tók þátt samykkti nafnbreytinguna til að geta gengið í ESB og NATO. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var of lítil til þess að hún sé. bindandi

Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, berst nú fyrir því á þinginu í Skopje að fá aukinn meirihluta þingmanna, tvo þriðju, til að samþykkja nafnbreytinguna. Miðvikudaginn 17. október ræddu þingmenn Makedóníu málið þriðja daginn í röð í þingi sínu.

Hristijan Mickoski, formaður þjóðernissinnaða VRMO-flokksins í Búlgaríu, sagði við þýsku fréttastofuna DW að hann teldi samninginn við Grikki „dauðan“. Hann hefur óskað eftir að ríkisstjórnin stöðvi þinglega meðferð málsins.

Kammenos varnarmálaráðherra er í hópi grískra þjóðernissinna. Hann segist ekki ætla að styðja samninginn þegar hann kemur til afgreiðslu á þinginu í Aþenu. Hann og flokkur hans líta á Makedóníu sem hluta Grikklands, grískrar sögu og menningar.

Hann sagði að greiddi meirihluti þingmanna atkvæði með samningnum kæmi til skilnaðar. Flokkur hans heitir Sjálfstæðir Grikkir og á sjö þingmenn. Tsipras stóð af sér vantraust í atkvæðagreiðslu á þingi fyrr á árinu, vantrauststillagan var liður í andstöðunni við Makedóníu-samninginn.

Undir lok næsta árs lýkur kjörtímabilinu. Alls standa 153 af 300 þingmönnum að baki Tsipras og stjórn hans. Segi Kammenos skilið við ríkisstjórnina glímir Tsipras við erfitt úrlausnarefni. Hann gerir sér þó vonir um að geta stofnað til samstarfs við nokkra vinstrisinnaða þingmenn utan flokka um afgreiðslu málsins.

 

 

Skoða einnig

Úkraínustjórn fordæmir erlenda „eftlrlitsmenn“ rússneskra svikakosninga á hernumdum svæðum í Úkraínui

Úkraínsk stjórnvöld hafa harðlega gagnrýnt kosningarnar sem efnt var til undir stjórn Rússa á hernumdum …