Home / Fréttir / Upphaf COVID-19 í Wuhan til rannsóknar

Upphaf COVID-19 í Wuhan til rannsóknar

_111827272_hi060961146

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að það blasi við „grá svæði“ þegar litið sé til þess hvernig Kínverjar hafi tekið á COVID-19-faraldrinum, ýmislegt hafi „gerst sem án vitneskju okkar“. Forsetinn sagði þetta í samtali við The Financial Times sem birtist fimmtudaginn 16. apríl.

„Við skulum ekki vera svo barnalegir að halda að þeim hafi tekist svona miklu betur að glíma við þetta,“ sagði hann um viðbrögð Kínverja við farsóttinni.

„Við vitum það ekki. Það hefur augljóslega ýmislegt gerst án vitneskju okkar.“

Bandaríkjamenn og Bretar hafa kveðið fastar að orði um hlut Kínverja. COVID-19-faraldurinn hófst í Kína í desember 2019.

„Við verðum að spyrja alvarlegra spurninga um hvernig þetta hófst og hvers vegna ekki var unnt að stöðva það fyrr,“ sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Breta, á blaðamannafundi föstudaginn 17. apríl þegar hann var spurður um framtíðarsamskipti við Kínverja. Raab er nú staðgengill Boris Johnsons forsætisráðherra sem er að ná sér eftir að hafa veikst af COVID-19.

Bandaríkjastjórn rannsakar upphaf faraldursins og segist ekki útiloka að það sé í rannsóknasetri á leðurblökum í Wuhan í Kína.

Kínverskir vísindamenn segja að upphafsins sé líklega að leita á markaði í Wuhan þar sem meðal annars er slátrað lifandi dýrum til manneldis.

Í bandarísku miðlunum The Washington Post og Fox News var vitnað í ónafngreinda heimildarmenn sem lýstu áhyggjum yfir að hugsanlega hefði veiran fyrir slysni frá viðkvæmu líffræði-rannsóknasetri í Wuhan.

Donald Trump Bandaríkjaforseti minnti á kenninguna um rannsóknasetrið á blaðamannafundi miðvikudaginn 15. apríl og sagði „við heyrum meira og meira talað um þetta“, Bandaríkjamenn væru „að rannsaka málið til hlítar“.

 

 

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …