Home / Fréttir / Ungverjar einangrast í NATO

Ungverjar einangrast í NATO

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.

Ungverjar einangrast æ meira innan NATO. Viktor Orbán forsætisráðherra hafði skapað sér sérstöðu innan bandalagsins miðað við önnur ríki Evrópusambandsins áður en stríðið hóst í Úkraínu. Eftir að það hófst hefur hann glatað trausti mikilvægustu samstarfsþjóðar sinnar, Pólverja.

Orbán flutti ræðu í febrúar þar sem hann nefndi aðra heimsstyrjöldina til sögunnar og viðurkenndi að hann ætti ekki lengur neina bandamenn:

„ Hinar þjóðirnar héldu að gætu Þjóðverjar ekki staðist svo mikinn ytri þrýsting gætu þær það ekki heldur.

Þær færðu sig því úr friðarbúðunum í herbúðirnar. Þá eru aðeins tvö eftir: Ungverjaland og Vatíkanið.“

Stjórnin í Búdapest hefur stöðugt reynt að fresta fullgildingu á aðildarumsókn Svía og Finna að NATO. Péter Krekó, forstjóri hugveitunnar Political Capital segir að við þetta einangrist Ungverjar enn meira en áður.

„Það blasir við að úr því að Ungverjar fá ekki fjárstuðning frá ESB láta þeir Finna og Svía svíða undan því, tvær aðildarþjóðir sem hafa oft gagnrýnt Ungverja fyrir vanburða lýðræðis stjórnarhætti,“ segir Krekó. „Þá má segja að Ungverjar beiti þjóðirnar einskonar fjárkúgun.“

Zoltán Szenes, kennari við ungverska stjórnsýsluháskólann og fyrrverandi herráðsformaður ungverska hersins, telur að einnig kunni að skapa vandræði að ungverska stjórnin reyni að koma í veg fyrir ráðherrafund í samstarfsnefnd NATO og Úkraínu.

„Frestun fundarins er  tæknilegt mál í augum bandalagsins,“ segir hann. „Meginatriðið er hvernig við getum fundið lausn á ástandinu í Úkraínu. Það er mikið þrýst á Úkraínumenn. Þeir eru nú að breyta löggjöf sinni að kröfu ESB.  Ég held því að þetta mál verði á dagskrá á næstunni og þá kunni þessi vandræði vegna NATO að leysast.“

Eins og málum er háttað núna verða undir lok mars greidd atkvæði á ungverska þinginu um aðild Svía og Finna að NATO. Opinberlega lýsir ungverska ríkisstjórnin stuðningi við aðildarumsóknina.

Heimild: Eurpnews

Skoða einnig

Jevgeníj Pirogsjin.

Wagner-foringi skapar spennu í Kreml

Jevgeníj Prigosjín, foringi alræmdu Wagner-málaliðanna, hefur opinberlega hafnað lykilatriðum í útlistun Kremlverja á tilefni stríðsins …