
Landherstjórn Bandaríkjanna undirbýr nú mesta flutning á liðsafla til Evrópu ín 25 ár. Ætlunin er að 37.000 hermenn taki þátt í mikilli æfingu á árinu 2020 þar sem látið verður reyna á flutningsgetu landherstjórna NATO.
Æfingin ber heitið DEFENDER-Europe 20. Flytja á um 20.000 landhermenn tilbúna til átaka frá Bandaríkjunum til Evrópu. Síðan verður mannaflanum og tækjunum dreift til ýmissa æfingasvæða.
Undir forystu Evrópuherstjórnar Bandaríkjanna tekur herafli frá ýmsum NATO-ríkjum þátt í æfingunni vorið 2020.
Charles Flynn, hershöfðingi, varaherráðsforingi Bandaríkjanna, segir að heræfingin gefi bandaríska landhernum einstakt tækifæri til sanna getu sína til að flytja herafla hvert sem er í heiminum í samvinnu við bandamenn sína og samstarfsaðila.