Home / Fréttir / Ummæli um játningu Flynns kalla vandræði yfir Trump

Ummæli um játningu Flynns kalla vandræði yfir Trump

Donald Trump ræðir við blaðamrnn við Hvíta húsið laugardaginn 2. desmber.
Donald Trump ræðir við blaðamrnn við Hvíta húsið laugardaginn 2. desmber.

Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti við blaðamenn laugardaginn 2. desember að upplýsingar sem fram hefðu komið daginn áður í sakamáli gegn Micahel Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafa hans, sýndu að „alls ekki“ hefði verið um „leynimakk“ að ræða milli kosningastjórnar sinnar og Rússa á árinu 2016.

„Ekkert leynimakk hefur komið í ljós, ekkert leynimakk,“ sagði Trump á leið sinni frá Hvíta húsin til fjáröflunarfundar í New York. „Það var alls ekki neitt leynimakk svo að við erum mjög ánægð.“

Síðar þennan sama laugardag sagði Trump á Twitter:

„Ég varð að reka Flynn hershöfðingja vegna þess að laug að varaforsetanum og FBI. Hann hefur játað sekt sína vegna þessara laga. Það er til skammar vegna þess að það sem hann gerði fyrir innsetningu var löglegt. Það var ekki neinu að leyna!“

Fjölmiðlar benda á að hafi Trump vitað að Flynn laug að FBI áður en hann baðst lausnar hafi forsetinn hugsanlega vitað um þetta lögbrot Flynns þegar hann lagði að þáv. forstjóra FBI, James Comey, að falla frá rannsókn á Flynn. Trump rak Comey skömmu eftir að sagt er að hann hafi rætt við hann um að hætta að rannsaka Flynn.

Sunnudaginn 3. desember sagði Trump á Twitter að hann hefði aldrei beðið James Comey að hætta rannsókninni á Flynn.

Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, forystufulltrúi flokks síns í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar sem rannsakar sjálfstætt Rússatengsl í kosningabaráttunni. sagði sunnudaginn 3. desember: „Það sem við erum byrjuð að sjá er efni í mál um tilraun að hindra framgang réttvísarinnar“ gegn forsetanum.

„Að mínu mati er mikilvægast að líta til þess sem gerðist við brottrekstur Comey forstjóra og ég tel hann megi rekja beint til þess að hann samþykkti ekki að lyfta farginu af Rússarannsókninni,“ sagði Feinstein í þættinum Meet the Press á NBC-sjónvarpsstöðinni. „Þetta er aðgerð gegn réttvísinni.“

Michael Flynn játaði föstudaginn 1. desember að hann hefði logið að alríkislögreglunni, FBI, um samskipti sín við sendiherra Rússa áður en Trump var settur í forsetaembættið. Þá var einni skýrt frá því að Flynn væri fús að staðfesta að „mjög háttsettur“ maður í starfsliði Trumps sem undirbjó valdatöku hans hefði falið honum að hafa samband við Rússa.

Í mörgum helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna er gefið til kynna að þessi „háttsetti“ maður sé Jared Kushner, tengdasonur Trumps. Með því að hafa samband við rússneska sendiherrann vann Flynn gegn stefnu Obama-stjórnarinnar.

Flynn er fyrstur úr starfsliði Trumps til að játa sig sekan um afbrot frá því að sérstaki saksóknarinn Robert Mueller hóf að rannsaka tilraunir Rússa til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 og hugsanlegt leynimakk við þá af hálfu kosningastjórnar Trumps.

Í svonefndum Logan-lögum fremur óbreyttur bandarískur borgari, eins og Flynn var fyrir innsetninguna, lögbrot vinni hann að utanríkismálum án heimildar eða afskipta bandarískra stjórnvalda.

Ty Cobb, lögfræðingur á vegum forsetaembættisins, sagði strax eftir játningu Flynns að hann hefði aðeins varpað sök á sjálfan sig: „Ekkert í játningu hans eða ákærunni nær til annarra en Flynns sjálfs,“ sagði lögfræðingurinn.

Hvað sem því líður veitir samstarf Flynns við Mueller og hans menn rannsakendunum aðgang að manni sem var einn nánasti ráðgjafi Trumps í kosningabaráttunni, dagana á milli kosninganna og innsetningarinnar og á fyrstu dögum Trumps í Hvíta húsinu.

Heimild: dw og BBC

 

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …