Home / Fréttir / Úkraínumenn fá fyrstu þoturnar frá Slóvakíu

Úkraínumenn fá fyrstu þoturnar frá Slóvakíu

MiG-29 orrustuþotur.

Slóvakar afhentu Úkraínuher fjórar fyrstu MiG-29 orrustuþoturnar fimmtudaginn 23. mars í samræmi við loforð sitt. Níu orrustuþotur til viðbótar verða afhentar á næstu vikum.

Martina Kakascikova, upplýsingafulltrúi slóvakíska varnarmálaráðuneytisins, tilkynnti þetta og sagði þoturnar komnar í hendur Úkraínuhers.

Stjórn Slóvakíu kynnti föstudaginn 17. mars ákvörðun sína um að láta Úkraínumönnum í té 13 MiG orrustuþotur. Alls eru 10 þotur starfhæfar en þrjár eru notaðar sem varahlutir. Þá senda Slóvakar einnig KUB loftvarnakerfi til Úkraínu.

Slóvakar kaupa bandarískar F-16 orrustuþotur í stað vélanna sem gefnar eru til Úkraínu. Flugvélaafhendingunni lýkur ekki síðar en í janúar 2024.  Slóvakar hættu að nota rússnesku MiG þoturnar í fyrra þar sem þeir þurftu rússneska flugvirkja til að sinna eftirliti og viðhaldi vélanna. Tékkar og Pólverjar hafa síðan gætt öryggis í lofthelgi Slóvakíu.

Áður en Slóvakar tilkynntu um þennan stuðning við Úkraínumenn höfðu Pólverjar tilkynnt að þeir ætluðu að láta Pólverjum orrustuþotur í té.

 

 

Skoða einnig

Sænski forsætisráðherrann: Útilokar ekki kjarnavopn í stríði

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir víðtæka samstöðu um að banna kjarnavopn á sænsku landsvæði á …