Home / Fréttir / Úkraínuher berst áfram í Bakhmut

Úkraínuher berst áfram í Bakhmut

Byssuhreiður Úkraínu við Bakhmut.

Volodymyr Zelenskíj, forseti Úkraínu, hét því mánudaginn 6. mars að Úkraínuher mundi ekki hörfa frá bænum Bakhmut í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa í sex mánuði reynt að ná á sitt vald. Ekki er vika liðin síðan ráðgjafi forsetans sagði að úkraínskir hermenn kynnu að yfirgefa bæinn og snúast til varnar Rússum við nýja víglínu.

Mánudaginn 6. mars stjornaði Zelenskíj fundi með yfirmönnum hers Úkraínu sem mæltu með því að halda áfram að verjast í Bakhmut og styrkja stöðu sína þar. Í reglulegu ávarpi sínu að kvöldi mánudagsins skýrði forsetinn frá því að ráðgjafar sýnir væru einhuga um að halda bardögunum áfram, að „hörfa ekki“ og efla varnir Úkraínu.

Mykhalio Podoljak, helsti ráðgjafi Zelenskíjs, sagði AP-fréttastofunni að úkraínski herinn hefði fellt óvinuhermenn umhverfis Bakhmut, styrkt stöðu sína og þjálfað tugi þúsunda hermenn til gagnsóknar.

Rússum hefur mistekist að berja svo fast frá sér að þeim takist að ná Bakhmut. Bærinn hefur meira táknrænt gildi en hernaðarlegt. Rússar hafa sett sér það markmið að ná Bakhmut til að sýna hvers her þeirra er enn megnugur eftir eins árs hernað. Í augum Úkraínumanna sýnir varðstaða um borgina að þeir verða ekki brotnir á bak aftur fyrr en í fulla hnefana.

Fréttir sýna að Rússar senda illa þjálfaða og illa vopnaða hermenn til að berjast um Bakhmut, jafnvel með skóflum að sögn bresku leyniþjónustunnar. Úkraínumenn vilja þvinga Rússa til að einbeita sér að því að ná Bakhmut á meðan þeir þjálfa her sinn til að beita nýjum vestrænum vopnum sem nota megi til vorsóknar gegn Rússum.

Skoða einnig

Málstofan „Öryggi og varnir á norðurslóðum“ komin á Netið

Ánægjulegt að deila hér samantekt á nýlegu málþingi Varðbergs „Öryggi og varnir á norðurslóðum“ sem …