Home / Fréttir / Úkraína: Þjóðaröryggisráðið telur innrás ólíklega 16. eða 17. febrúar

Úkraína: Þjóðaröryggisráðið telur innrás ólíklega 16. eða 17. febrúar

Fundur í þjóðaröryggisráði Úkraínu.

Oleksíj Danilov, framkvæmdastjóri þjóðaröryggisráðs Úkraínu, sagði mánudaginn 14. febrúar að ráðið teldi ólíklegt að Rússar gerðu árás á Úkraínu 16. eða 17. febrúar.

„Við vitum nákvæmlega hvað gerist í dag á landsvæði okkar, við gerum okkur grein fyrir hættunum en við höfum fulla stjórn á öllu. Auk þess er það mat okkar í dag að Rússar hefji allsherjar árás 16. eða 17. febrúar. Við búumst ekki við því, við sjáum það ekki.“

Hann sagði að Rússar kynnu að ögra Úkraínumönnum á einstökum stöðum.

Fréttir voru um það í Úkraínu sunnudaginn 13. febrúar að úkraínskir auðmenn (oligarkar) og kaupsýslumenn leigðu flugvélar til að komast úr landi. Á einni viku hafa tæplega 2ö leiguvélar og einkavélar farið frá Kiev-flugvelli. Leiguvélarnar hafa ekki verið fleiri á svo skömmum tíma í þau sex ár sem fylgst hefur verið með ferðum þeirra.

 

Heimild: 112 Ukraine

 

Skoða einnig

Sænska þingið samþykkir tvíhliða samstarfssamning við Bandaríkin um varnarmál

Sænska þingið samþykkti tvíhliða samstarfssamning við Bandaríkin um varnarmál þriðjudaginn 18. júní. Víðtækur stuðningur var …