Home / Fréttir / Tyrkjum heimilað að kaupa nýjar F-16 þotur

Tyrkjum heimilað að kaupa nýjar F-16 þotur

F-16 orrustuþota.

Bandaríkjastjórn hefur samþykkt sölu á F-16 orrustuþotum til Tyrklands eftir að tyrkneska þingið og ríkisstjórnin samþykkti nú í vikunni aðild Svía að NATO.

Bandaríska utanríkisráðuneytið kynnti Bandaríkjaþingi föstudaginn 26. janúar samþykki sitt við 23 milljarða dollara sölu á F-16 orrustuþotum til Tyrklands og auk þess á 8,6 milljarða sölu á háþróuðum F-35 orrustuþotum til Grikklands.

Tilkynning ráðuneytisins var send aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Tyrkir höfðu afhent ráðuneytinu sem gæsluaðila Atlantshafssáttmálans, stofnskrár NATO, skjöl til staðfestingar á samþykki sínu við aðild Svía.

Tyrkir hafa nú heimild til að kaupa 40 nýjar F-16 þotur og búnað til að uppfæra 79 gamlar þotur sínar af sömu gerð. Grikkir kaupa 40 F-35 Lightning II þotur.

Tyrkir settu sem skilyrði fyrir samþykki sínu við aðild Svía að NATO að orðið yrði við gömlum óskum þeirra um kaupin á F-16 þotunum. Bandaríkjastjórn var hlynnt sölu þotanna til Tyrkja en andstaða var meðal þingmanna í Washington sem báru fyrir sig mannréttindabrot tyrkneskra stjórnvalda. Þingmennirnir hafa fallið frá andstöðu sinni.

 

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …