Home / Fréttir / Tugir þúsunda mótmæla í Moskvu

Tugir þúsunda mótmæla í Moskvu

Rússnesk óeirðalögregla tekur til hendi.
Rússnesk óeirðalögregla tekur til hendi.

Tugir þúsunda mótmælenda tóku þátt í stærstu pólitísku andófsaðgerðum Rússa um langt árabil í Moskvu laugardaginn 10. ágúst. Krafist er frjálsra kosninga í höfupborginni sunnudaginn 8. september.

Þetta er fjórða helgin í röð sem efnt er til mótmæla af þessu tagi í Moskvu. Yfirvöld láta kröfuna um að stjórnarandstæðingar fái að bjóða sig fram sem vind um eyru þjóta.

Óeirðalögregla umkringdi byggingu forsetaembættisins eftir að hópur mótmælenda hafði fært sig að henni og hundruð héldu þangað syngjandi baráttusöngva. Þá hrópuð ungmenni einnig: Pútin er þjófur!

Þess er einnig krafist að pólitískum föngum verði sleppt og framganga lögreglu gegn mótmælendum rannsökuð.

Stuðningshópar þeirra sem mótmæla í Moskvu komu saman í að minnsta kosti 40 borgum og bæjum víðsvegar um Rússland.

Reuters– fréttastofan hafði eftir heimildarmönnum að lögregla hefði handtekið 245 manns, þar af 146 í Moskvu.

 

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …