Home / Fréttir / Trump vill öflugan viðskiptasamning við Breta sem fyrst

Trump vill öflugan viðskiptasamning við Breta sem fyrst

Donald Trump, Angela Merkel, Theresa May og Justin Trudeau í Hamborg.
Donald Trump, Angela Merkel, Theresa May og Justin Trudeau í Hamborg.

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist eiga von á að „öflugur“ viðskiptasamningur verði gerður milli Bandaríkjamanna og Breta. Forsetinn sagði þetta eftir tvíhliða fund sinn með Thereseu May, forsætisráðherra Breta, í Hamborg, Þýskalandi. Þau eru þar á leiðtogafundi G20-ríkjanna.

Forsetinn sagðist sannfærður um að Bretar mundu „dafna“ eftir að þeir segðu skilið við Evrópusambandið.

Fundur Trumps og May stóð í 50 mínútur, 20 mínútum lengur en ætlað var. Embættismenn sögðu að viðræðurnar hefðu að verulegu leyti snúist um viðskiptamál. Þær hefðu verið mjög „jákvæðar“.

Fyrir fundinn lýsti Trump ánægju yfir því „mjög sérstaka sambandi“ sem myndast hefði milli hans og May. „Það er ekki unnt að hugsa sér nánari tengsl milli nokkurra landa en okkar,“ sagði forsetinn við blaðamenn og einnig:

„Við höfum unnið að gerð viðskiptasamnings sem verður mjög, mjög stór samningur, mjög öflugur samningur, mikilvægur fyrir báðar þjóðir okkar og ég held að hann náist mjög, mjög hratt.“

Sir Christopher Meyer, fyrrverandi sendiherra Breta í Washington, sagði yfirlýsingu Trumps mjög góða vísbendingu um það gerast mundi í framtíðinni og hún væri „gagnleg“ fyrir Theresu May.

Sir Simon Fraser, fyrrverandi embættismaður í breska utanríkisráðuneytinu, hafði efasemdir um að það yrði strax unnt fyrir Breta að semja við Bandaríkjamenn, þeir yrðu fyrst að fara úr ESB. Þá myndu Bandaríkjamenn ekki vilja semja um neitt við Breta fyrr en þeir vissu hvert yrði samband þeirra við ESB úrsögnina.

Reglur ESB segja að formlegar viðskiptaviðræður milli Breta og Bandaríkjanna gætu ekki hafist fyrr en í mars 2019. Hugsanlegt er að ESB veiti Bretum undanþágu að þessu leyti.

Minnt er á að það hefði tekið fulltrúa ESB og Japans fjögur ár að semja um meginatriði viðskiptasamnings.

Heimild: BBC

 

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …