Home / Fréttir / Trump stefnir í greiðsluþrot vegna dómkrafna

Trump stefnir í greiðsluþrot vegna dómkrafna

Donald Trump fyrir rétti.

Donald Trump skortir fé til að greiða 464 milljón dollara dómkröfu í fjársvikamáli að sögn lögmanna hans í skjali sem þeir lögðu fyrir áfrýjunardómstól í New York mánudaginn 18. mars. Í skjalinu kemur fram að kostnaður fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna málaferla valdi honum alvarlegum greiðsluvandræðum.

Í fyrra sagði Trump að hann hefði ráð yfir umtalsvert meira reiðufé en sem næmi 400 milljónum dollara. Vegna málreksturs og dóma sem fallið hafa á Trump er lögfræðikostnaður hans nú kominn hátt yfir hálfan milljarð dollara.

Lögmenn Trumps óska eftir því að ekki verði gengið að Trump vegna dómkröfunnar á meðan hann rekur fjársvikamál sitt fyrir áfrýjunardómstóli í New York.

Um er að ræða dóm undirréttar sem féll 16. febrúar í máli þar sem Trump og samverkamenn hans voru dæmdir fyrir að fegra fjárhag fyrirtækja Trumps árum saman til að auka lánshæfi þeirra og auðvelda gerð samninga í nafni þeirra.

Verði áfrýjunardómarinn ekki við tilmælum lögmanna Trumps verður unnt að ganga að dómkröfunni 25. mars.

Trump skuldar New York-ríki 456.8 með vöxtum. Fjárhæðin hækkar dag hvern um 112.000 dollara, nú stendur skuldin í 467,3 milljónum dollara. Fengist heimild til að gefa út skuldabréf til greiðslu kröfunnar yrði það að vera upp á um 557,5 milljón dollara að sögn lögmanna Trumps.

Skoða einnig

Bardagareyndur hershöfðingi settur yfir rússnesku herstjórnina í norðvestri

Þriggja stjörnu hershöfðinginn Aleksandr Lapin var 15. maí skipaður yfirmaður Leningrad-herstjórnarsvæðisins í Rússlandi. Svæðið er …