Home / Fréttir / Trump segir þá heimskingja eða fífl sem vilji ekki góð samskipti við Rússa

Trump segir þá heimskingja eða fífl sem vilji ekki góð samskipti við Rússa

_93307860_036427663-1

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, birti nokkrar færslur á Twitter laugardaginn 7. janúar, daginn eftir að hann sat fund með forstjórum öryggis- og leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna um tölvuárásir Rússa í forsetakosningunum. Hann sagði þá sem vildu ekki góð samskipti við Rússa „heimskingja eða fífl“.

Trump sagðist ætla að vinna með Rússum „að lausn ýmissa margra aðkallandi vandamála og HEIMSmála“.

Hann sagði demókrata hafa gerst seka um „stórkostlega vanrækslu“ með því að gera mönnum kleift að brjótast inn í netþjóna sína.

Hann sagði „alls ekki slæmt“ að leggja rækt við góð samskipti við Rússa og aðeins „heimskingjar eða fífl telja að það sé slæmt“.

Hann bætti við að Rússar myndu sýna Bandaríkjunum meiri virðingu eftir að hann yrði forseti.

Hann sagði einnig á Twitter laugardaginn 7. janúar: „Eina ástæðan fyrir því að rætt er um tölvuárásina á illa varða DNC [stjórn Demókrataflokksins] er að demókratar fengu slíka útreið að þeir eru gjörsamlega miður sín.“

Hér vísar hann til þess að stolið var tölvubréfum frá stjórn Demókrataflokksins í kosningabaráttunni.

 

 

Skoða einnig

Sænski forsætisráðherrann: Útilokar ekki kjarnavopn í stríði

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir víðtæka samstöðu um að banna kjarnavopn á sænsku landsvæði á …