Home / Fréttir / Trump segir Svartfellinga geta hafið þriðju heimssyrjöldina

Trump segir Svartfellinga geta hafið þriðju heimssyrjöldina

.

Fánar Svartfjallalands og NATO
Fánar Svartfjallalands og NATO

Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf til kynna þriðjudaginn17. júlí að honum mundi mislíka að þurfa að verja smáríkið Svartfjallaland sem nýlega gerðist aðili að NATO. Orð forsetans hafa verið túlkuð sem aðför að meginstoð NATO-samstarfsins, 5. gr. sáttmála þess um að árás á eitt ríki sem árás á þau öll.

Forsetinn velti einnig fyrir sér hvort „mjög árásargjarnir íbúar“ landsins kynnu að draga NATO í stríð við Rússa.

Trump lét þessi orð falla í samtali við Tucker Carlson á sjónvarpsstöðinni Fox News. Það var fyrirspyrjandinn sem nefndi Svartfjallaland fyrst til sögunnar í viðtalinu en ekki Trump.

„Aðild að NATO skyldar aðila bandalagsins tl að verja annað aðildarríki sem verður fyrir ársás,“ sagði Carlson. „Tökum til dæmis ef gerð yrði árás á Svartfjallaland sem gekk í NATO í fyrra. Hvers vegna ætti sonur minn að fara á vettvang til að verjast árás á Svartfjallaland?“

Trump svaraði: „Ég skil hvað þú segir. Ég hef spurt að þessu sama. Svartfjallaland er smáríki með mjög sterka íbúa … Þetta er mjög árásargjarnt fólk. Þau kunna að grípa til árásar, til hamingju með það, þú ert í þriðju heimsstyrjöldinni.“

Málaferli standa nú yfir í Svartfjallalandi þar sem 14 einstaklingar eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um að myrða forsætisráðherra landsins og ræna völdum til að koma flokki sem hallar sér að Rússum til valda. Ríkisstjórn landsins segir að meðal markmiða valdaræningana hafi verið að hindra aðild Svartfjallalands að NATO. Rússar hafa hafnað þessum ásökunum.

Bent er á að orð Trumps: „Ég hef spurt af þessu sama“ þegar hann er spurður hvers vegna bandarískir hermenn ættu að koma bandamönnum sínum til varnar vegi að meginstoð NATO.

Fréttaskýrendur benda á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Trump vegur að Svartfellingum. Á myndskeiði frá leiðtogafundi NATO í Varsjá í fyrra sést þegar Trump treður sér til að verða í fremstu röð á „fjölskyldumyndinni“ af fundarmönnum og ýtir þá Duško Marković, forsætisráðherra Svartfjallalands, frekjulega til hliðar.

Miðvikduaginn 18. júlí reyndi Duško Marković að gera lítið úr ummælum Trumps í Fox-viðtalinu þegar þingmenn spurðu forsætisráðherrann hvernig ætti að túlka þau.

„[Trump] sagði Svartfellinga hugrakka og að hann vildi ekki að bandarískir borgarar berðust fyrir aðra og fyrir önnur aðildarríki NATO. Hann sagði þetta ekki aðeins við þetta tækifæri, hann sagði einnig hið sama á NATO-toppfundinum,“ sagði Marković.

Skoða einnig

Drónaárás gerð á Moskvu

Ráðist var með drónum á Moskvu, höfuðborg Rússlands, að morgni þriðjudags 30. maí. Svo virðist …