Home / Fréttir / Trump segir „snáka“ vera alls staðar

Trump segir „snáka“ vera alls staðar

Þessi mynd birtist hjá Axios til að lýsa líðan Trumps.
Þessi mynd birtist hjá Axios til að lýsa líðan Trumps.

Á bandarísku fréttavefsíðunni Axios segir fimmtudaginn 6. september að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé ekki aðeins í uppnámi vegna væntanlegrar bókar eftir Bob Woodward um stjórnarhætti hans sem kemur út í næstu viku undir heitinu: Ótti (e. Fear). Forsetinn sé einnig fullur grunsemda í garð margra innan stjórnkerfisins – hvort sem þeir starfa í stjórnarstofnunum eða séu meðal þeirra hæst settu sem hann handvaldi sjálfur til að starfa við hlið sér í Hvíta húsinu.

Á vefsíðunni segir að ekki sé undarlegt að forsetinn sé vænisjúkur hann ætti að vera það og vísar þar til greinarinnar í The New York Times um andspyrnuhreyfinguna meðal embættismanna forsetans. Segir Axios að tveir háttsettir úr þeim hópi hafi sagt blaðamanni síðunnar að greinin sé eins og töluð úr þeirra munni.

Greinin birtist á íslensku annars staðar hér á síðunni.

Gagnkvæm óvild sé þó mest innan einstakra stofnana ríkisins, einkum þeirra sem starfa á sviði utanríkismála. Gagnvart þessum starfsmönnum sýni Trump mikla tortryggni og um tíma í fyrra hafi hann gengið með á sér handskrifað blað með nöfnum fólks sem talið var líklegt að laumuðu fréttum til fjölmiðla til að grafa undan stefnu hans og störfum.

Haft er eftir starfsmanni í Hvíta húsinu að þegar Trump hafi verið mest með hugann við leka hafi hann farið hörðum orðum um „snákana“ í Hvíta húsinu. Þetta hafi einkum gerst eftir að hann var nýtekinn við embætti. Hann hafi verið mjög var um sig á fundum með embættismönnum og öðrum samstarfsmönnum.

Axios segir að greinin í The New York Times staðfesti allt það versta sem Trump hafi á tilfinningunni:

  • Að hulduríkið (e. Deep State) sé til. Þar reyni menn markvisst að grafa undan honum. Í huga Trumps vinni Jeff Sessions dómsmálaráðherra og ráðuneyti hans til dæmis að því að velta honum af forsetastóli.
  • Bókin eftir Bob Woodward sanni að allir leki og þeir hafi sig sem skotmark.

Smátt og smátt hefur þeim fækkað í nánasta starfsliði Trumps sem hann þekkir af eigin reynslu. Nýtt fólk kemur í þeirra stað án þess að hann viti eins mikið um það og hann kjósi. Þetta auki enn á tortryggni hans og einangrun.

 

 

 

 

 

 

 

Skoða einnig

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við …