Home / Fréttir / Trump segir fundinn með Kim verða í Singapúr 12. júní

Trump segir fundinn með Kim verða í Singapúr 12. júní

 

Kim Yong-chol og Donald Trump við Hvíta húsið.
Kim Yong-chol og Donald Trump við Hvíta húsið.

Toppfundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Kims Jong-uns, einræðisherra N-Kóreu, verður í Singapúr 12. júní- 2018 sagði Trump í garði Hvíta hússins í Washington síðdegis föstudaginn 1. júní. Forsetinn hafði þá hitt samningamann N-Kóreu, Kim Yong-chol, og tekið frá bréfi sem hann flutti frá einræðisherranum. Fyrir viku aflýsti Trump toppfundinum en snerist síðan hugur.

Kim Yong-chol er oft lýst sem hægri hönd einræðisherra N-Kóreu. Þegar Trump ræddi við fréttamenn sagðist hann ekki hafa lesið bréfið.

Fyrr þennan sama föstudag flutti ríkisfréttastofa N-Kóreu, KCNA, þá þá frétt að Kim Jong-un teldi sig skuldbundinn til að fjarlægja kjarnorkuvopn og hann vonaði að ná mætti þessu takmarki í nokkrum skrefum með hagsmuni allra aðila í fyrirrúmi.

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …