
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt Kim Jong-un, einsræðisherra í Norður-Kóreu, að hann muni ekki sækja fyrirhugaðan fund þeirra í Singapúr 12. júní.
Þetta er efni bréfs sem Trump sendi Kim fimmtudaginn 24. maí. Forsetinn segist ekki vilja taka þátt í fundinum vegna „gífulegrar reiði og augljósrar óvináttu í síðustu yfirlýsingu yðar“.
Með þessum orðum vísar forsetinn til ummæla embættismanns í Norður-Kóreu sem lýsti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sem „fávísum og heimskum“.
Forsetinn útilokar ekki að hitta Kim síðar.
Norður-Kóreustjórn bauð erlendum fjölmiðlamönnum að sjá með eigin augum fimmtudaginn 24. maí þegar kjarnorkutilraunasvæði hennar var sprengt í loft upp og eyðilagt