Home / Fréttir / Trump blæs af fundinn með Kim

Trump blæs af fundinn með Kim

Mike Pence varaforseti og Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Mike Pence varaforseti og Donald Trump forseti Bandaríkjanna.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt Kim Jong-un, einsræðisherra í Norður-Kóreu, að hann muni ekki sækja fyrirhugaðan fund þeirra í Singapúr 12. júní.

Þetta er efni bréfs sem Trump sendi Kim fimmtudaginn 24. maí. Forsetinn segist ekki vilja taka þátt í fundinum vegna „gífulegrar reiði og augljósrar óvináttu í síðustu yfirlýsingu yðar“.

Með þessum orðum vísar forsetinn til ummæla embættismanns í Norður-Kóreu sem lýsti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sem „fávísum og heimskum“.

Forsetinn útilokar ekki að hitta Kim síðar.

Norður-Kóreustjórn bauð erlendum fjölmiðlamönnum að sjá með eigin augum fimmtudaginn 24. maí þegar kjarnorkutilraunasvæði hennar var sprengt í loft upp og eyðilagt

Skoða einnig

Úkraínuher segist hafa grandað rússnesku herskipi við Eystrasalt

Úkraínuher hefur tekist til þess að sökkva eða valda tjóni á 22 rússneskum herskipum á …