Home / Fréttir / Trump áréttar harða útlendingastefnu sína og girðingu gagnvart Mexíkó

Trump áréttar harða útlendingastefnu sína og girðingu gagnvart Mexíkó

Nigel Farage frá Bretlandi, sem gjarnan er nefndur Mr. Brexit, studdi  á dögunum Donald Trump á kosningafundi.
Nigel Farage frá Bretlandi, sem gjarnan er nefndur Mr. Brexit, studdi á dögunum Donald Trump á kosningafundi.

 

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblíkana í Bandaríkjunum, hét því á kosningafundi í Des Moines í Iowa-ríki laugardaginn 27. ágúst að hefja brottflutning afbrotamanna strax eftir innsetningu sína í embætti Bandaríkjaforseta 20. janúar 2017 hlyti hann kosningu 8. nóvember 2016.

„Á fyrsta degi mun ég strax taka til hendi við að fjarlægja glæpamenn meðal ólöglegra innflytjenda úr landi okkar – þeirra á meðal verða hundruð þúsunda glæpamanna úr hópi ólöglegra innfleytjenda sem hefur verið sleppt lausum í bandarískt samfélag í stjórnartíð Obama og Clinton,“ sagði Trump.

Hillary Clinton var um nokkurra ára skeið utanríkisráðherra í stjórn Obama.

„Ég ætla að reisa stóra landamæragirðingu, koma á koma á fót rafrænu eftirliti sem nær til landsins alls, neita ólöglegum innflytjendum um aðgang að félagslegum fjárstuðningi og þróa inn- og útgöngu eftirlitskerfi sem tryggir að þeir sem dveljast lengur en áritun þeirra leyfir séu fjarlægðir innan skamms tíma. Ef við framfylgjum ekki reglum um útrunna áritun jafngildir það að við opnum landamærin. Málið er ekki flóknara.“

Hann áréttaði stefnu sína með orðunum:

„Með því að kjósa Trump greiða menn atkvæði með því að lögin verði virt, með því að kjósa Clinton greiða menn atkvæði með opnum landamærum.“

Á vefsíðu Telegraph segir að lítið sé í raun vitað um einstök atriði í útlendingastefnu Trumps. Hann hafi hins vegar höfðað til mikils fjölda kjósenda í prófkjörinu meðal repúblíkana með því að boða harðar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum og að hann mundi reisa girðingu á landamærunum gagnvart Mexíkó.

Segir blaðið að ýmsir í hópi ráðgjafa Trumps hvetji hann til að milda skoðanir sínar í þessum máli sem hafa vakið hve mesta athygli á honum sem frambjóðanda.

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …