Home / Fréttir / Traust Rússa í garð Pútíns snarminnkar

Traust Rússa í garð Pútíns snarminnkar

Þessir menn fögnuðu 66 ára afmæli Pútíns 7. október með því að bregða upp borða með þeim orðum að Pútín mætti enn lifa lengi í fangelsi.
Þessir menn fögnuðu 66 ára afmæli Pútíns 7. október með því að bregða upp borða með þeim orðum að Pútín mætti enn lifa lengi í fangelsi.

Ný könnun í Rússlandi sýnir að þeim fækkar umtalsvert sem bera traust til Vladimirs Pútíns forseta. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar mánudaginn 8. október. Sjálfstætt könnunarfyrirtæki, Levada-miðstöðin, bað svarendur dagana 20. til 26. september að nefna fimm eða sex stjórnmálamenn sem þeir treystu mest.

Pútín er í fyrsta sæti með 39%, næstir honum eru ofur-þjóðernissinninn Vladimir Zhirinovskí og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, hvor með 15% stuðning, Sergei Lavrov er í fjórða sæti með 10%.

Traust í garð Pútíns hefur minnkað um níu prósentustig síðan í júní og alls um 20 stig frá því í nóvember 2017.

Dmitríj Medvedev forsætisráðherra nýtur minnsta trausts stjórnmálamanna.

Í fyrri viku ritaði Pútín undir nýsamþykkt, mjög óvinsæl lög sem hækka eftirlaunaldur Rússa í 60 ár fyrir konur og 65 ár fyrir karla. Lagafrumvarpið mæltist mjög illa fyrir meðal venjulegra Rússa og leiddi framlagning þess til mótmælaaðgerða á götum úti um allt landið.

Pútín hefur setið við stjórnvölinn annaðhvort sem forseti eða forsætisráðherra síðan árið 2000. Hann var endurkjörinn forseti í mars 2018 með 76% atkvæða.

Levada-könnun í ágúst 2013 sýndi traust til Pútíns vera 30% og það minnsta traust sem hann hefur fengið í könnunum frá árinu 2000. Eftir innlimun Rússa á Krímskaga frá Úkraínu í mars 2014 ruku vinsældir Pútíns upp í 80%.

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …