Home / Fréttir / Torséðu þoturnar aftur á heimavelli í Missouri

Torséðu þoturnar aftur á heimavelli í Missouri

B-2 Spirit þota tekur eldsneyti á flugi.

B-2 Spirit þota á Keflavíkurflugvelli.

Þrjár torséðar bandarískar sprengjuþotur af gerðinn B-2 Spirit sneru aftur til heimavallar, Whiteman Air Force Base í Missouri, miðvikudaginn 15. september eftir að hafa verið við æfingar á Keflavíkurflugvelli síðan 23. ágúst.

Um er að vélar frá 509th Bomb Wing og yfirgáfu þær Ísland laugardaginn 11. september að sögn bandaríska flughersins. Var þetta í fyrsta sinn sem vélar af þessari gerð höfðu svo langa viðdvöl hér. Um 200 bandarískir liðsmenn voru með vélunum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem lýtur stjórn Landhelgisgæslu Íslands.

Bandarísku vélarnar fóru héðan til æfinga með Eurofighter Typhoons-vélum breska flughersins og bandarískum F-15 Eagle orrustuþotum frá 48th Fighter Wing breska flughersins í Lakenheath, Englandi.

Við brottför B-2 Spirit þotnanna frá Evrópu sagði Jeff Harrigian,hershöfðingi og yfirmaður bandarísku flugherstjórnarinnar í Evrópu og Afríku, að hæfni flughersins til að samhæfa aðgerðir flugmanna á ólíkum gerðum véla, einkum á norðurslóðum, sýndi sameiginlegan viðbúnað Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra.

Á meðan B-2-þoturnar voru á Íslandi var þeim flogið til þátttöku í þjálfun með norska flughernum yfir Norðursjó. Æfingarnar snerust um að þjálfa flugmenn nýrra F-35 Lightning II orrusutþotna Norðmanna til að verja bandarísku sprengjuvélarnar og sinna loftvörnum.

Bandaríski flugherinn stofnaði árið 2018 til verkefnis undir heitinu Bomber Task Force. Í því felst að samhæfa aðgerðir háþróaðra bandarískra spengjuþotna og flugherja NATO-ríkja eða samstarfsríkja utan NATO. Verkefnið er framkvæmt á þann veg að bandarísku sprengjuvélarnar eru sendar til tímabundinnar dvalar utan Bandaríkjanna og notaðar til þjálfunar og æfinga,

 

 

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …