Home / Fréttir / Torséðu þoturnar aftur á heimavelli í Missouri

Torséðu þoturnar aftur á heimavelli í Missouri

B-2 Spirit þota tekur eldsneyti á flugi.

B-2 Spirit þota á Keflavíkurflugvelli.

Þrjár torséðar bandarískar sprengjuþotur af gerðinn B-2 Spirit sneru aftur til heimavallar, Whiteman Air Force Base í Missouri, miðvikudaginn 15. september eftir að hafa verið við æfingar á Keflavíkurflugvelli síðan 23. ágúst.

Um er að vélar frá 509th Bomb Wing og yfirgáfu þær Ísland laugardaginn 11. september að sögn bandaríska flughersins. Var þetta í fyrsta sinn sem vélar af þessari gerð höfðu svo langa viðdvöl hér. Um 200 bandarískir liðsmenn voru með vélunum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem lýtur stjórn Landhelgisgæslu Íslands.

Bandarísku vélarnar fóru héðan til æfinga með Eurofighter Typhoons-vélum breska flughersins og bandarískum F-15 Eagle orrustuþotum frá 48th Fighter Wing breska flughersins í Lakenheath, Englandi.

Við brottför B-2 Spirit þotnanna frá Evrópu sagði Jeff Harrigian,hershöfðingi og yfirmaður bandarísku flugherstjórnarinnar í Evrópu og Afríku, að hæfni flughersins til að samhæfa aðgerðir flugmanna á ólíkum gerðum véla, einkum á norðurslóðum, sýndi sameiginlegan viðbúnað Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra.

Á meðan B-2-þoturnar voru á Íslandi var þeim flogið til þátttöku í þjálfun með norska flughernum yfir Norðursjó. Æfingarnar snerust um að þjálfa flugmenn nýrra F-35 Lightning II orrusutþotna Norðmanna til að verja bandarísku sprengjuvélarnar og sinna loftvörnum.

Bandaríski flugherinn stofnaði árið 2018 til verkefnis undir heitinu Bomber Task Force. Í því felst að samhæfa aðgerðir háþróaðra bandarískra spengjuþotna og flugherja NATO-ríkja eða samstarfsríkja utan NATO. Verkefnið er framkvæmt á þann veg að bandarísku sprengjuvélarnar eru sendar til tímabundinnar dvalar utan Bandaríkjanna og notaðar til þjálfunar og æfinga,

 

 

Skoða einnig

Málstofan „Öryggi og varnir á norðurslóðum“ komin á Netið

Ánægjulegt að deila hér samantekt á nýlegu málþingi Varðbergs „Öryggi og varnir á norðurslóðum“ sem …