Home / Fréttir / Tony Blair aftur í stjórnmálabaráttuna en ekki í framboð

Tony Blair aftur í stjórnmálabaráttuna en ekki í framboð

Tony Blair
Tony Blair

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði mánudaginn 1. maí að hann ætlaði að hefja stjórnmálaafskipti að nýju á heimavelli til að berjast gegn úrsögn Breta úr ESB, Brexit.

Blair leiddi Verkamannaflokkinn frá 1994 til 2007. Hann sagðist ekki ætla að gefa kost á sér í þingkosningunum 8. júní. Hann vildi hins vegar leggja sitt af mörkum til að móta stjórnmálahreyfingu sem hefði áhrif á hvernig staðið yrði að Brexit.

„Ég vik ekki vera í þeirri stöðu að við lifum þennan sögulega tíma án þess að ég léti frá mér heyra vegna þess að í því fælist að mér þætti ekki vænt um þetta land, mér þykir það,“ sagði Blair við dagblaðið Daily Mirror.

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …