Home / Fréttir / Tölvuárás á franskt risaskipafélag

Tölvuárás á franskt risaskipafélag

shutterstock_746716324-800x450

Í tilkynningu franska risa-skipafélagsins CMA CGM mánudaginn 28. september sagði að það hefði orðið fyrir gíslatöku-tölvuárás.

Félagið segir að gripið hafi verið gagnaðgerða strax og innbrotsins í tölvukerfi fyrirtækisins varð vart. Tekist hefði að hefta útbreiðslu veirunnar.

Sérfræðingar fyrirtækisins og aðkeyptir hófu gagnsókn gegn tölvuþrjótunum.

Loyd‘s List sagði að árásin hefði verið gerð með Ragnar Locker-veirunni.

„Ragnar Locker krafðist þess að franska skipafélagið hefði samband  innan tveggja daga á netspjalli og borgaði fyrir sérstakan af-dulkóðunar-lykil. Engin tala vegna lausnargjalds hefur enn verið nefnd,“ sagði Loyd‘s á Twitter.

Nokkur stærstu skipafélög heims hafa áður orðið fyrir tölvuárásum.

MSC Mediterranean Shipping Company skýrði í apríl frá því að tölvukerfið í höfuðstöðvum þess  í Genf í Sviss væri óvirkt vegna árásar.

Danska skipafélagið Maersk sætti á árinu 2017 árás með NotPetya-veiru sem lamaði heims-tölvukerfi félagsins og truflaði það síðan vikum saman. Félagið sagði að kostnaður vegna árásarinnar hefði verið um 300 milljónir dollara.

 

 

Skoða einnig

Pútin ýtir Finnum og Svíum nær NATO

Krafa Vladimirs Pútins Rússlandsforseta um að ríki nálægt Rússlandi, þar á meðal Finnland og Svíþjóð, …