Home / Fréttir / Tímamót: Meirihluti Finna með NATO-aðild

Tímamót: Meirihluti Finna með NATO-aðild

Skoðanakönnun á vegum finnska ríkisútvarpsins, YLE, sem birt var mánudaginn 28. febrúar sýnir að 53% Finna vilja að sótt verði um aðild Finnlands að NATO.

Alls voru 28% á móti aðildarumsókn en 19% sögðust óviss í afstöðu sinni.

Könnunin var gerð í liðinni viku þegar rússneski herinn réðst inn í Úkraínu. Spurt var dagana 23. til 25. febrúar, dagana sem innrásin hófst,

Finnar og Svíar eiga náið samstarf við NATO og fulltrúar þjóðanna tóku þátt í ríkisoddvitafundi NATO föstudaginn 25. febrúar þar sem rætt var um viðbrögð við innrásinni í Úkraínu.

Sama föstudag barst viðvörun til Finna frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Þar sagði: „Aðild Finna að NATO hefði alvarlegar hernaðarlegar og stjórnmálalegar afleiðingar.“

Niðurstaða könnunarinnar nú sýnir söguleg umskipti í afstöðu Finna til NATO-aðildar. Stuðningur við hana hefur aukist um 37 prósentustig síðan 2017 þegar YLE spurði síðast um þetta í könnun.

Þá studdu 19% aðild að NATO. Könnunarfyrirtækið Taloustutkimus spurði um NATO-aðild í janúar 2022 fyrir einkaútvarpsstöðina MTV Uutiset, þá sögðust 30% styðja aðild að NATO.

Mikill munur er á afstöðu karla og kvenna í könnunni nú, 64% karla styðja NATO-aðild en aðeins 41% kvenna. Aðildin nýtur þó stuðnings meirihuta meðal kvenna því að aðeins 31% þeirra sögðust andvígar aðild að NATO.

 

 

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …