Home / Fréttir / Tímabundin aðgerðastjórn bandaríska 2. flotans á Keflavíkurflugvelli

Tímabundin aðgerðastjórn bandaríska 2. flotans á Keflavíkurflugvelli

Úr brúnni á Normandy.
Úr brúnni á Normandy.

Tvö herskip úr 2. flota Bandaríkjanna, Atlantshafsflotanum, stýriflauga beitiskipið Normandy og tundurspillirinn Farragut, voru á dögunum send til æfinga á norðurslóðum. Til stuðnings ferðum skipanna setti 2. flotinn upp flotaaðgerðastjórn á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Skipin verða send norður fyrir heimskautsbaug. Önnur tvö herskip eru einnig hluti af þessari flotadeild, stýriflauga tundurspillarnir Forrest Sherman og Lassen, en þau verða ekki send norður fyrir heimskautsbaug.

Skipin fjögur eru hluti 2. flotans. Þau áttu upphaflega að vera fylgdarskip flugmóðurskipsins Harry S. Truman en flugmóðurskipið varð að snúa aftur til Norfolk í Virginíu vegna bilunar.

Þegar 2. floti Bandaríkjanna var virkjaður að nýju árið 2018 eftir 7 ára hlé staðfesti það áhuga Bandaríkjastjórnar á að auka viðveru sína á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum.

Fyrir einu ári var Harry S. Truman við æfingar við og fyrir norðan Ísland. Var það í fyrsta sinn í 30 ár sem Bandaríkjastjórn sendi svo öflugt skip á þessar slóðir.

Skoða einnig

Rússland: Herkvaðning leiðir til þrýstings á landamæri

Um 17.000 rússneskir ríkisborgarar fóru um liðna helgi yfir landamærin til Finnlands segja finnskir landamæraverðir. …