
Þýskur dómstóll hefur úrskurðað að heimilt sé að framselja Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, frá Þýskalandi til Spánar fyrir að hafa misfarið með opinbert fé.
Puigdemont flýði til Brussel eftir að handtökuskipun var gefin út á hendur honum á Spáni vegna aðildar hans að útgáfu sjálfstæðisyfirlýsingar Katalóníu.
Hann var handtekinn í mars í Þýskalandi. Fimmtudaginn 12. júlí féll úrskurðurinn um framsal hans. Saksóknarar segja að þeir taki fljótlega ákvörðun um hvort hann verði framseldur.
Talið er að Puigdemont áfrýi niðurstöðu dómstólsins.
Frá því að farið var fram á framsal Puigdemonts hafa orðið stjórnarskipti á Spáni og fylgir jafnaðarmannastjórn Pedros Sanchez mildari stefnu gagnvar Katalóníu. Sanchez ræddi við Quim Torra leiðtoga Katalaníustjórnar mánudaginn 9. júlí en útilokaði öll skref til sjálfstæðis héraðsins.