Home / Fréttir / Þýski herflotinn dregur saman seglin

Þýski herflotinn dregur saman seglin

Aðstoðarskipið Berlin
Aðstoðarskipið Berlin

Þingkjörinn umboðsmaður þýska hersins, Jafnaðarmaðurinn Hans-Peter Bartels, hvetur til þess að þýski flotinn hætti að senda freigátur í verkefni á vegum NATO, ESB og SÞ. Hann telur herinn einfaldlega ekki ráða yfir nógu mörgum skipum til þess.

Rætt var við Bartels í Bild am Sonntag 11. febrúar og sagði hann að skrifræði og óstjórn hefðu skapað vanda í flotanum. „Flotinn verður brátt án nothæfra skipa,“ sagði hann í viðtalinu

Bertels sagði að skortur á varahlutum mundi líklega leiða til þess að viðgerð á herskipum drægist á langinn.

„Stjórnunarflækjur eru of margar, það skortir mannskap og stundum reyna skipasmíðastöðvar að draga eins lengi og þær geta að ljúka umsömdum verkum,“ sagði hann.

Bild am Sonntag segir að eitt af þremur stærstu skipum þýska flotans, aðstoðarskipið EGV Berlin auk birgðaskipsins EGV Bonn verði líklega lengur í slipp í Hamborg en ætlað var vegna skorts á varahlutum.

Bartels sagði að unnið væri að úreldingu á gömlum freigátum þýska flotans samkvæmt áætlun en hún raskaðist hins vegar vegna tafa við afgreiðslu á nýjum freigátum.

„Sex af 15 gömlum freigátum hefur verið lagt en engin nýju F125 freigátnanna hefur verið afhent flotanum,“ sagði hann.

 

 

Skoða einnig

NATO-aðild Úkraínu til umræðu í Moldóvu og Osló

Í gær (1. júní) lauk tveggja daga óformlegum utanríkisráðherrafundi NATO-ríkjanna í Osló. Þá var einnig …