Home / Fréttir / Þýskaland: Vaxandi efasemdir um ágæti ESB – krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu

Þýskaland: Vaxandi efasemdir um ágæti ESB – krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu

Flótta- og farandfólk á leið til Þýskalands.
Flótta- og farandfólk á leið til Þýskalands.

Þjóðverjar hafa efasemdir um ágæti Evrópusambandsins eins og ýmsar aðrar aðildarþjóðir þess eftir Brexit-atkvæðagreiðsluna, segir í frétt þýska blaðsins Die Welt þriðjudaginn 29. nóvember

Tæplega tveir þriðju Þjóðverja, 62%, lýsa óánægju með ástandið innan ESB og hátt í helmingur, 42%, vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildar að sambandinu. Þetta er niðurstaða könnunar TNS Infratest Politikforschung fyrir Körber-Stiftung. Þar birtist einnig sú skoðun 73% Þjóðverja að þeir verði látnir sitja uppi með flóttamannavandann innan ESB, aðrar þjóðir muni ekki létta undir með þeim.

Þegar spurt var um stöðuna innan ESB eftir brottför Breta sögðu 62% Þjóðverja að sambandið veiktist vegna hennar. Þá töldu 59% að Þjóðverjar ættu að efla forystuhlutverk sitt innan ESB. Loks fögnuðu 25% starfsemi hreyfinga sem gagnrýna ESB.

Spurningu um starfshætti innan ESB svöruðu 96% á þann veg að þeir vildu meira gegnsæi og meiri nálægð við almenna borgara í sambandinu.

Í augum 79% stuðlar ESB að friði, 71% telja ESB samfélag um gildi en 64% eru á móti stækkun ESB og 82% vilja ekki aðild Tyrkja.

Þjóðverjar eru órólegir vegna sigurs Donalds Trumps í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Um 30% telja helstu áskorun í þýskum utanríkismálum felast í samskiptunum við Bandaríkjunum. Í október 2016, fyrir forsetakosningarnar, var þetta hlutfall aðeins 7%.

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …