Home / Fréttir / Þýskaland: Leitað að flóttamönnum með fölsuð vegabréf

Þýskaland: Leitað að flóttamönnum með fölsuð vegabréf

Fölsuð vegabréf tengdust hryðjuverkinu í París,
Fölsuð vegabréf tengdust hryðjuverkinu í París,

Rannsókn vegna hryðjuverkanna í París 13. nóvember 2015 hefur leitt í ljós að tengsl eru milli falsaðra vegabréfa sem fundust þar á vettvangi og vegabréfa í höndum fámenns hóps flóttamanna sem leitað hefur hælis í Þýskalandi. Þýskir fjölmiðlar skýra frá þessu þriðjudaginn 22. desember.

Í Bild segir að leyniþjónustan telji að um þessar mundir séu um 12 flóttamenn í Þýskalandi með vegabréf frá sama falsara og gerði skilríkin sem fundust skammt frá líkamsleifum tveggja óþekktra manna sem sprengdu sig í loft upp í París. Þeir báru fölsuð sýrlensk vegabréf.

Dvalarstaður mannanna með fölsuðu vegabréfin er óþekktur í Þýskalandi. Fingraför þeirra voru ekki skráð þegar þeir komu til landsins,

Welt am Sonntag sagði frá því 20. desember að Ríki íslams hefði stolið þúsundum vegabréfa í Sýrlandi, Írak og Líbíu. Þau mætti nota til að smygla vígamönnum samtakanna inn í Evrópu.

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …