Home / Fréttir / Þýskaland: Engar nýjar bandarískar kjarnorkusprengjur

Þýskaland: Engar nýjar bandarískar kjarnorkusprengjur

 

 

Rüdiger-Freiherr-von-Fritsch, sendiherra Þýskalands í Rússlandi,
Rüdiger-Freiherr-von-Fritsch, sendiherra Þýskalands í Rússlandi,

Bandaríkjamenn fjarlægja og endurnýja gamla hluti í kjarnorkuvopnum í Büchel-flugstöðinni í suðvestur Þýskalandi en flytja ekki ný vopn þangað. Þetta sagði þýski sendiherrann í Moskvu á fundi með blaðamönnum mánudaginn 28. september.

„Hér er ekki um neitt nýtt að ræða og ekki um neina fjölgun frá því sem nú er. Þetta snýst um endurnýjun á þeim hlutum sem runnir eru út á tíma,“ sagði Rüdiger Freiherr von Fritsch sendiherra þegar hann var spurður um fréttir þýskra fjölmiðla um kjarnorkuvopnin.

Sendiherrann lagði áherslu á að aðgerðirnar snerust um að tryggja öryggi vopnanna. „Allir hafa hag af því,“ sagði hann.

Eins og komið hefur fram hér á síðunni birti þýska ZDF-sjónvarpsstöðin frétt á dögunum um að hafinn væri undirbúningur í Büchel-herstöðinni í Rheinland-Pfalz vegna nýrra, bandarískra kjarnorkusprengja sem þangað ætti að flytja af gerðinni B61-12.

Í sjónvarpsstöðinni var fullyrt að flytja ætti 20 nýjar kjarnorkusprengjur til Þýskalands og væri sprengimáttur þeirra samtals um 80 sinnum meiri en kjarnorkusprengjunnar sem varpað var á Hiroshima í Japan árið 1945.

Heimild: TASS

Skoða einnig

Rússar við Kharkiv – Úkraínumenn sækja á Krím

Rússar hafa sótt fram á nokkrum stöðum í Úkraínu undanfarna daga en yfirhershöfðingi NATO í …