Home / Fréttir / Þýska stjórnin sendir Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu

Þýska stjórnin sendir Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu

Olaf Scholz Þýskalandskanslari flytur ávarp fyrir framan Leopard 2 skriðdreka í október 2022.

Olaf Scholz Þýskalandskanslari tilkynnti miðvikudaginn 25. janúar að stjórn sín mundi láta Úkraínumönnum í té Leopard 2 skriðdreka og samþykkja að ríkisstjórnir annarra landa gerðu slíkt sama.

Með tilkynningu sinni brást kanslarinn loks jákvætt við óskum stjórnvalda í Kyív um að fá öfluga skriðdreka til sóknar gegn rússneska innrásarhernum.

Þá höfðu pólsk stjórnvöld kynnt áform um að mynda samstöðu með öðrum ríkjum sem keypt hafa Leopard 2 skriðdreka til að knýja Þjóðverja til að samþykkja að þeir yrðu sendir til Úkraínu.

Þjóðverjar ætla að senda 14 Leonard 2 A6 skriðdreka úr vopnabúrum þýska hersins, Bundeswehr, til Úkraínu. Steffen Hebestreit, talsmaður þýsku stjórnarinnar, sagði: „Markmiðið er að mynda með hraði tvær skriðdrekasveitir með Leopard 2 fyrir Úkraínu.“

Þýskalandskanslari kynnti ríkisstjórn sinni ákvörðun sína að morgni miðvikudags 25. janúar. Innan stjórnarinnar höfðu samstarfsflokkar jafnaðarmannsins Scholz þrýst á hann að stíga þetta skref.

„Ákvörðunin er í samræmi við alkunnan vilja okkar til að styðja Úkraínu eins og við framast getum,“ sagði í yfirlýsingu Scholz. „Við stígum þetta skref í náinni samvinnu á alþjóðavettvangi.“

„Innan skamms“ verður hafist handa að þjálfa hermenn Úkraínu á skriðdrekunum í Þýskalandi sagði í yfirlýsingunni. Þar kom einnig fram að Þjóðverjar mundu leggja til skotfæri og varahluti með skriðdrekunum.

Skoða einnig

Segir Rússa stofna til stríðs við NATO

Stefano Sannino, æðsti embættismaður utanríkisþjónustu ESB (e. Secretary General of the European Union’s European External …