Home / Fréttir / Þingmaður í Montenegro telur hagstætt að vera besti vinur Rússlands, andmælir viðskiptaþvingunum

Þingmaður í Montenegro telur hagstætt að vera besti vinur Rússlands, andmælir viðskiptaþvingunum

Vinur Rússa á ESB-þinginu
Vinur Rússa á ESB-þinginu

Evrópusambandið ákvað hinn 22. júlí að framlengja refisaðgerðir gegn Rússum vegna yfirgangs þeirra í Úkraínu til 23. júní 2016. Miðvikudaginn 30. júlí var tilkynnt að sjö ríki utan ESB hefðu ákveðið að slást í hóp með ESB-ríkjunum: Albanía, Georgia (að hluta), Ísland, Liechtenstein, Montenegro (Svartfjallaland), Noregur og Úkraína.

Á vefsíðunni sputniknews.com er athygli sérstaklega beint að ákvörðun ríkisstjórnar Montenegro og leitað eftir skoðun Slavens Radunovics, sem kynntur er til sögunnar sem formaður nefndar þings Montenegro sem fjallar um um evrópskan samruna.

Hann segir við Sputnik Serbia að ríkisstjórnin í Montenegro hafi um langt skeið fylgt utanríkisstefnu sem stangist á við hagsmuni þjóðarinnar, með henni sé leitast við að þjóna ráðamanna „vissra ESB-landa“ og Bandaríkjanna. „Hún [ríkisstjórnin] lætur stjórnast af einkahagsmunum í von um að þetta framlengi líf hennar.“

„Við sjáum Rússa nú selja fasteignir sínar í Montenegro. Síðan bætist við að segja má að ekki sé lengur um neina rússneska fjárfestingu að ræða í landi okkar. Það er alvarlegt högg fyrir veikan efnahag Montenegro,“ sagði Radinovic. „Ríkisstjórnin segir að vestrænir aðilar muni í staðinn fjárfesta í landinu en það dugar ekki.“

Hann segir að pólitíska elítan í Rússlandi missi nú áhugann á Montenegro. Það sé alvarlegt því að það mundi skipta máli fyrir ríkið að „verða besti vinur Rússa á svæðinu“.

Sputniknews.com segir að vegna ákvörðunarinnar frá 22. júlí um að framlengja refsiaðgerðirnar hafi ríkisstjórn Rússlands ákveðið að framlengja innflutningsbannið á matvæli frá Vesturlöndum.

 

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …