
Theresa May, forsætisráðherra Breta, flytur ræðu á fundi Norðurlandaráðs í Osló þriðjudaginn 30. október.
Haft er eftir Michael Tetzchner, forseta Norðurlandaráðs, að á Norðurlöndunum sé mönnum mikið kappsmál að eiga náið samstarf við Breta eftir Brexit, útgöngu þeirra úr ESB.
Á meðan May dvelst í Noregi situr hún einnig fund Northern Future Forum, það er árlegan fund forsætisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna.
Í fréttinni um för May til Oslóar segir einnig á vefsíðunni EUobserver:
„Ef til vill þurfa breskir ríkisborgarar að greiða fyrir vegabréfsáritanir til að heimsækja ESB eftir Brexit, leggi framkvæmdastjórn ESB það til í næsta mánuði.“