Home / Fréttir / Theresa May sögð „búin að vera“ sem forsætisráðherra

Theresa May sögð „búin að vera“ sem forsætisráðherra

Thresa May
Thresa May

Fréttaskýrendur í London segja að Theresu May forsætisráðherra hafi tekist að halda embætti sínu miðvikudaginn 22. maí. Það kostaði hana einn mikilvægan ráðherrann enn. Að þessu sinni Andreu Leadsom sem kemur fram fyrir hönd Íhaldsflokksins og ríkisstjórnarinnar gagnvart forseta þingsins. May situr fund föstudaginn 24. maí þar sem henni kann að verða þröngvað til afsagnar.

Þannig er sagt að Theresu May hafi hugsanlega tekist að tryggja sér enn tveggja daga setu sem forsætisráðherra en allt bendi til þess að hún sé „búin að vera“.

Mikil spenna einkennir nú andrúmsloftið í kringum forsætisráðherrann og stjórnmálalífið í London. Ráðherrum og þingmönnum sem vilja Theresu May á brott fjölgar stöðugt eftir að ljóst varð að fjórða tilraun hennar til að tryggja meirihluta að baki brexit-tillögu var dæmd til að mistakast vegna minna fylgis við hana meðal þingmanna en við þriðju tilraun hennar.

Á sínum tíma bauð Leadsom sig fram sem leiðtogi Íhaldsflokksins en dró sig í hlé og opnaði þannig leið fyrir May í embætti forsætisráðherra.

Leadsom er 36. ráðherrann sem biðst lausnar úr ríkisstjórn Theresu May – 21 hefur sagt af sér vegna brexit.

Skoða einnig

Sænski forsætisráðherrann: Útilokar ekki kjarnavopn í stríði

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir víðtæka samstöðu um að banna kjarnavopn á sænsku landsvæði á …