Home / Fréttir / Theresa May hvetur til endurnýjunar á sérstöku sambandi Breta og Bandaríkjamanna

Theresa May hvetur til endurnýjunar á sérstöku sambandi Breta og Bandaríkjamanna

Theresa May flytur ræðuna í Fíladelfíu.
Theresa May flytur ræðuna í Fíladelfíu.

Theresa May, forsætisráðherra Breta, flutti erindi á ráðstefnu og sameiginlegum fundi þingflokka repúblíkana í fulltríadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings sem haldin var í Fíladelfíu í Pennsylvainu-ríki í Bandaríkjunum fimmtudaginn 26. janúar 2016, daginn áður en hún hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington.

Í ræðunni boðar hún endurnýjun á sérstöku sambandi Breta og Bandaríkjamanna eftir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Ræðan birtist hér í heild í lauslegri þýðingu. Enskur texti hennar er fyrir neðan þann íslenska.

Ég þakka þinginu og Congressional Institute fyrir boðið um að vera hér í dag. Það er alltaf sérstakt að fá tækifæri til að heimsækja Bandaríkin. Þá er það sannur heiður að hljóta boð um að verða fyrsti starfandi leiðtogi ríkisstjórnar til að ávarpa þessa mikilvægu ráðstefnu.

Enginn sem ferðast til þessa mikla lands gerir það án þess að hrífast af fyrirheitinu og fordæminu sem það gefur.

Í meira en tvær aldir hefur hugmyndin ein um Bandaríkin, mótuð af sögu og skráð á blað í litlum sal ekki langt frá þessum stað, varpað birtu á veröldina.

Þessari hugmynd – um að allir séu skapaðir jafnir og allir fæðist frjálsir – hefur aldrei verið skákað í langri sögu stjórnmálahugmynda.

Það var einmitt hér – á götum og í salarkynnum miklu borgarinnar Fíladelfíu – sem landsfeðurnir skráðu þetta í fyrsta sinn, sömdu kennslubókina um frelsi og þessi mikla þjóð sem óx „frá hafi til skínandi hafs“ fæddist.

Frá þeim degi hefur það verið hlutskipti Bandaríkjanna að vera í fararbroddi frjálsa heimsins og bera þá miklu ábyrgð á eigin öxlum. Land mitt, Sameinaða konungdæmi Stóra-Bretlands og Norður-Írlands, hefur af stolti axlað hluta byrðarinnar og gengið við hlið ykkar alla áfanga leiðarinnar.

Í eina öld hafa Bretar og Bandaríkjamenn – í krafti þess sérstaka sambands sem er milli okkar – hlúð áfram að hugmyndinni sem mótuð var af þessum „56 almúgamönnum, almennum borgurum “ eins og Reagan forseti kallaði þá. Einmitt vegna þess að við höfum gert það hefur samband okkar orðið til að móta veröldina eins og hún er núna.

Í apríl á þessu ári verða 100 ár liðin frá því að þið blönduðuð ykkur í fyrri heimsstyrjöldina og veittuð Bretum, Frökkum, vinum okkar í samveldinu og öðrum bandamönnum aðstoð við að viðhalda frelsi í Evrópu.

Fyrir rétt rúmum 75 árum brugðust þið við árás Japana á Pearl Harbour með því að slást í lið með Bretum í síðari heimsstyrjöldinni og sigrast á fasisma ekki aðeins á Kyrrhafssvæðinu heldur einnig í Afríku og Evrópu.

Eftir þessi stríð leiddu þjóðirnar okkar tvær Vesturlönd í gegnum kalda stríðið,  snúist var gegn kommúnisma og að lokum unninn sigur á honum, ekki aðeins með hernaðarmætti  heldur með því að sigra í hugmyndastríðinu. Þar með sannaðist að opin, frjáslynd, lýðræðisleg þjóðfélög munu ávallt sigra þá sem eru lokaðir, beita nauðung og grimmd.

Forysta þjóða okkar tveggja, reist á sérstöku sambandi okkar, hefur leitt til meira en sigurs í stríðum og á mótlæti. Hún hefur skapað veröld nútímans.

Samstarf þjóða okkar tveggja hefur oft getið af sér eða orðið upphaf stofnananna sem standa undir skipan mála í heiminum.

Sameinuðu þjóðirnar – þær þarfnast umbóta en eru enn lífsnauðsynlegar – má rekja til sérstaka sambandsins, frá upphaflegu yfirlýsingunni í St James´ höll [í London] til yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem var ritað undir í Washington, sjálfir textarnir voru mótaðir af Winston Churchill og Franklin D. Roosevelt.

Samvinna tveggja þjóða okkar gat af sér Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í anda Bretton Woods ráðstefnunnar eftir styrjöldina.

Þá var NATO – hornsteinn varna Vesturlanda – stofnað á grundvelli trausts og gagnkvæmra hagsmuna okkar.

Sumum þessum stofnunum þarf að umbreyta og endurnýja þær til að starf þeirra falli að kröfum samtímans. Við eigum hins vegar að vera stolt af hlutverki þjóða okkar tveggja – sem hafa starfað saman – við að koma þeim á laggirnar og við að skapa þannig frið og velmegun fyrir milljarða manna.

Vegna aðgerða okkar í mörg ár og samvinnu hefur tekist að sigrast á illu eða opna heiminn og þannig höfum við staðið við loforð þeirra sem sem nefndu fyrst sérstakt eðli sambandsins á milli okkar. Loforðið um frelsi, frjálsræði og rétt mannsins.

„Við megum aldrei hætta,“ sagði Churchill „að lýsa á óttalausan hátt megingildum frelsis og réttar mannsins sem er sameiginleg arfleifð enskumælandi þjóða og sem á grunni Magna Carta, mannréttindalaganna, Habeas Corpus, kviðdómaréttarfars, og enska fordæmisréttarins birtist á frægasta hátt í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna.“

Því er það mér sannur heiður að standa hér fyrir framan ykkur í dag í miklu borginni Fíladelfíu og árétta þessi orð, til að sameina kraftana þegar okkur eru enn einu sinni afhentir valdataumarnir, til að endurnýja sérstakt samband okkar og til að endurnýja heit okkar um að sýna ábyrgð í forystu veraldarinnar nútímans.

Heiður minn verður ekki minni við að gera þetta við upphaf nýrra tíma endurnýjunar í Bandaríkjunum.

Ég tala hér á fundi ykkar í dag ekki aðeins sem forsætisráðherra Bretlands heldur einnig sem íhaldssöm skoðanasystir sem trúir á sömu meginsjónarmið og móta grundvöll stefnu flokks ykkar. Gildi frjálsræðis. Virðingu fyrir vinnu. Þjóðleg grunngildi, fjölskylduna, efnahagslega forsjálni, föðurlandsást – og að færa vald í hendur fólksins.

Grunngildi sem mér voru kennd á unga aldri. Grunngildi sem foreldrar mínir kenndu mér á prestsetrinu á Suður-Englandi þar sem ég er uppalin.

Mér er ljóst að þessi grunngildi hafið þið sett sem kjarna stjórnaráætlunar ykkar.

Sigur ykkar í síðustu kosningum gefur ykkur færi á gera þau einnig að þungamiðju á þessum nýja tíma bandarískrar endurnýjunar.

Sigur Trumps forseta – sem braut í bága við skoðanir allra álitsgjafa og niðurstöður kannanna – er ekki unnt að rekja til miðstöðva valdsins í Washington heldur til vona og óska vinnandi karla og kvenna um allt land. Flokkur ykkar sigraði bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni þar sem þið ýttuð öllum til hliðar með öflugu átaki og náðuð meirihluta með mikilvægum boðskap um þjóðlega endurnýjun.

Einmitt vegna þessa – vegna þess sem þið hafið gert sameiginlega, vegna þess mikla sigurs sem þið hafið unnið – verða Bandaríkin sterkari, meiri og öruggari með sig á komandi árum.

Breyting í Bretlandi

Upprifin, sjálfsörugg Bandaríki lofa góðu fyrir heiminn.

Öflug og blómleg Bandaríki skapa skilyrði fyrir þjóð sem getur veitt forystu erlendis. Þið getið þó ekki – og eigið ekki – að gera þetta ein. Þið hafið sagt að tímabært sé að aðrir láti að sér kveða. Ég er sammála því.

Fullvalda ríki geta ekki útvistað öryggi og afkomu sína til Bandaríkjanna. Þau eiga ekki heldur að veikja bandalögin sem tryggja styrk okkar með því að sitja með hendur í skauti í stað þess að láta að sér kveða.

Bretar hafa alltaf gert sér grein fyrir þessu. Af þessum sökum eru Bretar eina þjóðin í G20-hópnum – fyrir utan ykkur – sem hefur staðið við skuldbindinguna um að verja 2% af VLF til varnarmála og til að nota 20% af þeim fjármunum til að endurnýja tækjakost. Af þessum sökum eru Bretar eina þjóðin í G20-hópnum sem ver 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunar í öðrum löndum. Af þessum sökum var það fyrsta verk mitt sem forsætisráðherra í fyrra að stofna til umræðna á þingi sem tryggðu endurnýjun sjálfstæða breska kjarnorkuheraflans. Af þessum sökum mun ríkisstjórn mín auka útgjöld til varnarmála á hverju ári þessa kjörtímabils.

Þetta er ástæðan fyrir því að Bretar eru – við hlið Bandaríkjamanna – í forystu þjóðanna sem vinna saman að því að á árangursríkan hátt að sigra Daesh; þetta er ástæðan fyrir því að við höfum samþykkt að senda 800 hermenn til Eistlands og Póllands til að styrkja framvarnir NATO í austurhluta Evrópu; þetta er ástæðan fyrir því að við leggjum meiri liðsafla til áætlunar NATO sem kallast Resolute Support og ætlað er að vernda ríkisstjórn Afganistan gegn hryðjuverkamönnum og þetta er ástæðan fyrir því að við eflum þátttöku okkar í friðargæslu í Kosovo, Suður-Súdan og Sómalíu.

Þá er þetta einnig ástæðan fyrir því að Bretar hafa forystu um alþjóðlegt brautryðjendastarf til að útrýma nútíma þrælahaldi – einni mestu plágu samtímans – hvar sem það viðgengst. Ég vona að þið sláist þar í lið með okkur – og ég hrósa Corker öldungadeildarþingmanni sérstaklega fyrir hans starf á þessu sviði. Það er ánægjulegt að hafa hitt hann hér í dag.

Bandaríkjamönnum er ljóst að Bretar eru að eðli og sögulega mikil, hnattræn þjóð sem viðurkennir ábyrgð sína gagnvart heiminum öllum.

Nú þegar við bindum enda á aðild okkar að Evrópusambandinu – eins og breska þjóðin ákvað einarðlega og af þögulum ásetningi með atkvæði sínu í fyrra – höfum við tækifæri til að árétta trú okkar á sjálfsöruggt, fullvalda og hnattrænt Bretland sem er tilbúið að rækta samband jafnt við gamla vini og nýja bandamenn.

Við munum rækta nýtt samband við vini okkar í Evrópu. Við snúum ekki baki við þeim, hagsmunum þeirra eða sameiginlegum gildum. Það er okkur gífurlega mikilvægt – og öllum öðrum líka – að ESB dafni. Á meðan við erum enn aðilar að sambandinu munum við taka fullan þátt í störfum þess á sama hátt og við munum halda áfram samvinnu á sviði öryggismála, utanríkismála og viðskipta eftir brottför okkar.

Við höfum hins vegar valið þjóð okkar annars konar framtíð.

Framtíð sem gerir okkur kleift að endurreisa fullveldi þingsins og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar og til að verða hnattrænni og alþjóðasinnaðri í orði og á borði.

Framtíð sem gerir okkur kleift að ná aftur stjórn á málum sem hafa gildi fyrir okkur – má þar nefna landamæri okkar og stefnu í útlendingamálum og hvaða aðferð við beitum við setningu og túlkun eigin laga – svo að við getum skapað betri, blómlegri framtíð fyrir vinnandi karla og konur í Bretlandi.

Framtíð sem veitir okkur sjálfsöryggi til að gegna nýju, jafnvel meira alþjóðahlutverki, þar sem við stöndum við skuldbindingar okkar gagnvart vinum og bandamönnum, berjumst fyrir alþjóðasamvinnu og samstarfi sem miðlar gildum okkar um heiminn og höldum áfram að vera meðal öflugustu og kraftmestu talsmanna atvinnulífs, frjálsra markaða og frjálsra viðskipta hvarvetna í heiminum.

Um þessa framtíðarsýn getur þjóð mín sameinast – og ég vona að þjóð ykkar, nánasti vinur okkar og bandamaður, geti fagnað og stutt.

Endurnýjað sérstakt samband

Nú þegar við stöndum í þeim sporum að endurvitja sjálfstrausts okkar saman – þegar þið endurvekið þjóðarvitundina á sama hátt og við gerum – höfum við tækifæri – ber raunar skylda til – að endurnýja sérstaka sambandið í samræmi við þennan nýja tíma. Við höfum tækifæri til að vera saman í forystu, að nýju.

Nú eru breytingatímar í veröldinni – vegna þessara breytinga getum við annaðhvort staðið aðgerðalaus til hliðar eða við getum enn einu sinni gripið tækifærið til að veita forystu. Sameiginlega forystu.

Ég tel að það þjóni hagsmunum þjóða okkar að gera það. Þar má líta til þess að skortur á stöðugleika eykst í heiminum og ógnir skapa hættu á að grafið sé undan lífsháttum okkar og vegið að þeim hlutum sem eru okkur kærir.

Lok kalda stríðsins urðu ekki til að skapa nýja skipan heimsmála. Þau boðuðu ekki endalok sögunnar. Þau leiddu ekki til nýrra tíma friðar, velmegunar og  fyrirsjáanleika í heimsmálum.

Þau færðu sumum – einkum íbúum Mið- og Austur-Evrópu – nýtt frelsi.

Um heim allan varð þróunin þó sú að gamlar útistöður vegna uppruna, trúar eða þjóðernis – útistöður sem höfðu legið í frosti á áratugum kalda stríðsins – lifnuðu við að nýju.

Nýir óvinir Vesturlanda og gilda okkar – sérstaklega í mynd íslamskra öfgahyggjumanna – hafa birst.

Lönd þar sem lítil hefð er fyrir lýðræði, frjálsræði og mannréttindum – helst Kína og Rússland – hafa látið meira að sér kveða í heimsmálum.

Efnahagslegur vöxtur í Asíu – já í Kína en einnig meðal lýðræðislegra bandamanna á borð við Indverja – er mjög mikið fagnaðarefni. Milljörðum manna er lyft úr fátækt og nýir markaðir opnast fyrir fyrirtæki okkar.

Vegna þessra atburða – sem verða á sama tíma og fjármálakreppan og afleiðingar hennar og á tíma þegar sjálfstraust minnkar á Vesturlöndum vegna  9/11-atburðanna og þegar gripið er til erfiðra hernaðaraðgerða í Írak og Afganistan – hafa margir óttast að á þessari öld munum við verða vitni að myrkvun Vesturlanda.

Í því efni er þó ekkert óhjákvæmilegt. Önnur ríki kunna að eflast. Stór, fjölmenn ríki kunna að verða auðugri. Þegar þetta gerist kunna þau að tileinka sér enn betur gildi okkar sem reist eru á lýðræði og frjálsræði.

Þótt þau geri það ekki lifa hagsmunir okkar. Gildi okkar haldast. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að verja þau og miðla þeim til annarra.

Því er það skylda þjóða okkar tveggja saman að veita forystu. Stígi aðrir fram en við til baka er það slæmt fyrir Bandaríkin, fyrir Bretland og heiminn allan.

Það er okkur í hag – Bretum og Bandaríkjamönnum – að standa sterk saman til að verja gildi okkar, hagsmuni okkar og hugsjónirnar sem eru okkur leiðarljós.

Í þessu getur ekki falist að snúa til baka og taka upp misheppnaða stefnu fortíðarinnar. Dagarnir þegar Bretar og Bandaríkjamenn létu að sér kveða með íhlutun í fullvalda ríkjum og reyndu að endurgera heiminn í sinni eigin mynd eru að baki. Við höfum hins vegar ekki heldur efni á að láta sem ekkert sé frammi fyrir nýrri ógn og þegar það þjónar eigin hagsmunum okkar að láta til skarar skríða. Við verðum að vera sterk, klók og raunsæ. Við verðum að sýna nægilega staðfastan vilja til að verja hagsmuni okkar.

Hvort sem um er að ræða öryggi Ísraels í Mið-Austurlöndum eða Eystrasaltsríkjanna í austurhluta Evrópu verðum við alltaf að taka stöðu með vinum okkar og bandamönnum í lýðræðisríkjum sem búa við harðskeytta nágranna.

Hvort okkar um sig býr að ólíkum stjórnmálahefðum. Stefna okkar heimafyrir er ekki alltaf sú sama. Vissulega kann okkur stundum að greina á um mál. Ógnarafl felst þó í sameiginlegu gildunum og hagsmununum sem færa okkur nálægt hvort öðru.

Sem helsti vinur ykkar og bandamaður styðjum við margt af því sem stjórn ykkar hefur gert að forgangsmáli Bandaríkjanna út á við.

Þess vegna styð ég einarða ákvörðun ykkar um að leggja til atlögu gegn og sigra Daesh og öfgahyggju íslamista sem knýr þá áfram og marga aðra hryðjuverkahópa í heiminum um þessar mundir. Það fellur að þjóðarhagsmunum okkar beggja að gera það. Af þessu leiðir að við verðum að nýta upplýsingar frá bestu öryggisstofnunum heims. Þetta krefst þess að hervaldi sé beitt.

Þetta krefst þó einnig víðtækara átaks. Eitt af því sem menn hafa lært af því að berjast við hryðjuverkamenn í 15 ár eða svo er vissulega að bjarga má saklausu fólki með því að drepa hryðjuverkamenn. Þar til að okkur tekst að drepa hugmyndina sem knýr þá áfram, hugmyndafræðina, verðum við þó ávallt að búa við þessa ógn.

Þá ber að hafa í huga þegar hryðjuverkamenn eru felldir í átökum að þeir misnota einnig netið og samfélagsmiðla til að útbreiða þessa hugmyndafræði og þeir leggja snörur fyrir varnarlausa einstaklinga innan landa okkar, hvetja þá til að fremja hryðjuverk í borgum okkar og bæjum.

Þess vegna hafa Bretar haft forystu í heiminum um mótun stefnu til að koma í veg fyrir ofbeldisfulla öfgahyggju og þess vegna vinna ríkisstjórnir Bretlands og Bandaríkjanna saman að því að finna leiðir til að ráðast gegn og sigra öfgahyggju íslamista.  Mér er kappsmál að vinna með forsetanum og stjórn hans að því að herða enn frekar aðgerðir okkar til að sigrast á þessari illu hugmyndafræði.

Auðvitað ber okkur ávallt að sýna varúð og greina á milli þessara öfga- og hatursfullu hugmyndafræði og friðsamlegrar múhameðstrúar og þeirra mörg hundruð milljóna manna sem aðhyllast hana – í þeim hópi eru milljónir okkar eigin ríkisborgara og þeir sem búa í fjarlægum löndum sem oft eru fyrstu fórnarlömb þessara ógnarlegu hugmyndarfræði. Við verðum að snúa okkur að heildarsviði öfgamennsku, líta fyrst á þröngsýnina og hatrið sem svo oft breytist í ofbeldi.

Lokamarkmiðið er þó að vinna sigur á Daesh en það gerist ekki nema við beitum öllum diplómatískum úrræðum sem við höfum á hendi. Í því felst að vinna á alþjóðavettvangi að pólitískri lausn í Sýrlandi og hafna bandalaginu sem er milli Sýrlandsstjórnar og stuðningsmanna hennar í Teheran.

Þegar rætt er um Rússland er oft eins og endranær skynsamlegt að leita sér fordæmis hjá Reagan forseta sem – þegar hann samdi við sovéska forsetann Mikhaíl Gorbatsjov – var vanur að fara eftir spakmælinu „treysta en sannreyna“. Þegar kemur að Pútín forseta er ráð mitt þetta „tengjast en vara sig“.

Það er ekkert óumflýjanlegt varðandi deilur milli Rússa og Vesturlandabúa. Ekkert leiðir heldur óhjákvæmilega til þess að hörfað sé aftur til daga kalda stríðsins. Við eigum hins vegar að tengjast Rússum af styrkleika. Við eigum að leggja rækt við samskipti, kerfi og ferla sem leiða frekar til samvinnu en árekstra – og við eigum að fullvissa nágrannaþjóðir Rússa, einkum eftir ólöglega innlimun þeirra á Krím, að þær þurfi ekki að óttast um eigið öryggi. Við eigum ekki að kalla hættu yfir frelsið sem Reagan og Thatcher veittu Austur-Evrópu með því að fallast á kröfu Pútíns um að nú eigi að líta á þetta sem áhrifasvæði hans.

Miði vel í þessu máli verður það einnig til að stuðla að framgangi annars forgangsmáls þjóðarinnar hér – að draga úr vondum áhrifum Írana í Mið-Austurlöndum.

Þetta er einnig forgangsmál Breta þar sem við styðjum bandamenn okkar meðal Persaflóaríkjanna í viðleitni þeirra til að halda aftur af yfirgangsstefnu Írana sem vilja tryggja sér áhrifasvæði frá Teheran allt að Miðjarðarhafi.

Deilt var um kjarnorkusamninginn við Írani. Hann hefur hvað sem öðru líður tafið í meira en áratug tækifæri Írana til að eignast kjarnorkuvopn. Vegna hans hafa Íranir fjarlægt 13.000 skilvindur ásamt tilheyrandi mannvirkjum og minnkað birgðir Írana af styrktu úrani um 20%. Þetta var lífsnauðsynlegt í þágu svæðisbundins öryggis. Nú ber að fylgjast náið og af nákvæmni með framkvæmd samningsins – verði hann brotinn ber að bregðast við tafarlaust af festu.

Öflugar stofanir og þjóðir

Til að takast á við ógnir í heimi nútímans verðum við að endurreisa traust í garð stofnana sem skipta okkur alla máli.

Að hluta er um fjölþjóðlegar stofnanir að ræða. Þetta má rekja til vitneskju okkar um alþjóðlegt eðli ógnanna sem við okkur blasa – hnattræn hryðjuverk, loftslagsbreytingar, skipulögð glæpastarfsemi, áður óþekktar fjöldaferðir fólks – í engu þessara tilvika eru landamæri virt. Af þessum sökum verðum við að snúa okkur til alþjóðastofnana eins og SÞ og NATO sem hvetja til alþjóðasamvinnu og samstarfs.

Á hinn bóginn verða þessar alþjóðastofnanir að vinna fyrir ríkin sem mynduðu þær og þjóna þörfum og hagsmunum íbúa þessara ríkja. Þær hafa ekkert eigið lýðræðislegt umboð. Þess vegna er ég sammála umbótaáætlun ykkar og trúi að með því að vinna saman getum við tryggt að þessar stofnanir verði tengdari veruleikanum og markvissari í störfum sínum en þær eru nú.

Ég hvet aðra þess vegna til að ganga til liðs við okkur til að tryggja að þær herði róðurinn og leggi það af mörkum sem þeim ber. Af þessari ástæðu hef ég hvatt Antonio Guterres, nýjan aðalritara Sameinuðu þjóðanna, til að hrinda af stað markverðri umbótaáætlun þar sem starfi SÞ verði beint að kjarnahlutverki þeirra við friðargæslu, að koma í veg fyrir átök og greiða úr þeim. Af þessari ástæðu hef ég einnig vakið máls á því við samstarfsmenn mína í leiðtogaráði ESB að þeir standi við þá skuldbindingu sína að verja 2% af VLF til varnarmála – og 20% af því til endurnýjunar á tækjakosti.

Af þessari ástæðu hef ég þegar vakið máls á því við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, að nauðsynlegt sé að bandalagið hafi eins góð tök á að berjast gegn hryðjuverkum og verjast netárásum og á að stunda hefðbundnari hernað.

Forystuhlutverk Bandaríkjamanna innan NATO ­– með stuðningi Breta – verður að vera miðlægur þáttur í starfi bandalagsins. Samhliða því sem staðan verður þessi er mér einnig ljóst að ESB-ríkin verða jafnframt að gera ráðstafanir til að tryggja að þessi stofnun sem er hornsteinninn í vörnum Vesturlanda verði áfram eins áhrifamikil og frekast er kostur.

Mikilvægasta stofnunin er þó og verður ávallt þjóðríkið sjálft. Öflugar þjóðir mynda öflugar stofnanir. Þær skapa grundvöll alþjóðasamstarfsins og samvinnunnar sem skapa stöðugleika í veröldinni.

Ríki þar sem stjórnvöld eru kölluð til ábyrgðar af fólkinu ­– eða eins og segir í  sjálfstæðisyfirlýsingunni „og helgast umboð þeirra til stjórnar af samþykki þegnanna“– geta valið að gerast aðili að alþjóðastofnun eða ekki. Þau geta valið að eiga samvinnu við aðra eða ekki. Valið að eiga viðskipti við aðra eða ekki.

Þetta er ástæðan fyrir því að ríki Evrópusambandsins vilja auka samrauna sinn, að mínu mati eiga þau að hafa frelsi til að gera það. Þau hafa valið að gera það.

Bretar – fullvalda þjóð með sömu gildi en aðra stjórnmála- og menningarsögu – hafa hins vegar kosið að fara aðra leið.

Ástæðan er að saga okkar og menning er í grunninn alþjóðasinnuð.

Við erum Evrópuþjóð – og stolt af sameiginlegum evrópskum menningararfi okkar – en við erum einnig þjóð sem hefur ávallt litið til heimsins alls handan Evrópu. Við eigum fjölskyldutengsl, frændsemi og sögu með þjóðum á Indlandi, í Pakistan, Bangladesh, Ástralíu, Kanada, Nýja-Sjálandi og löndum hvarvetna í Afríku, við Kyrrahaf og Karabíahaf.

Auðvitað eigum við svo líka frændsemi, tungu og menningu með Bandaríkjamönnum. Churchill orðaði þetta svo: „við tölum sama málið, krjúpum við sömu altari og aðhyllumst, að mjög verulegu leyti, sömu hugsjónir“.

Nú á tímum bætast síðan einnig við sterk sambönd á sviði efnahagsmála, viðskipta, varna og stjórnmála.

Ég fagna þess vegna að nýja stjórnin hefur ákveðið að setja viðskiptasamning milli landa okkar í forgang. Nýr viðskiptasamningur milli Bretlands og Bandaríkjanna verður að gagnast báðum og falla að þjóðarhagsmunum beggja. Hann verður að stuðla að hagvexti í báðum löndum og leggja grunn að kröfuhörðum hálaunastörfum fyrir vinnandi fólk í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Samningurinn verður einnig að gagnast þeim sem hafa of oft orðið að lúta í lægra haldi fyrir kröftum alþjóðavæðingarinnar. Gagnast því fólki sem oft býr við lágar tekjur í hlutfallslega ríkum löndum eins og okkar og sem finnst að heimskerfi frjálsra markaða og frjálsra viðskipta þjóni ekki hagsmunum sínum eins og málum er nú háttað.

Slíkur samningur – tengdur umbótum sem við erum að gera á eigin efnahagslífi til að tryggja að auður og tækifæri nái til alls lands okkar – kann að leiða þeim sem finnst þeir útilokaðir og afskiptir fyrir sjónir að frjálsir markaðir, frjálst efnahagslíf og frjáls viðskipti geta fært þeim þá björtu framtíð sem þeir þarfnast. Hann kann einnig að viðhalda og raunar stuðla að stuðningi við alþjóðlega regluverkið sem er enn undirstaða stöðugleika í heimi okkar.

Nú þegar er fimmti stærsti útflutningsmarkaður í heimi fyrir bandarískar vörur í Bretlandi. Um fimmtungur útflutnings frá Bretlandi fer á markaðinn hér hjá ykkur. Héðan frá Pennsylvaníu-ríki einu nemur útflutningur til Bretlands rúmlega tveimur milljörðum dollara á ári. Bretland er stærsti markaðurinn innan ESB – og þriðji stærsti markaðurinn í heimi ­– fyrir útflutning héðan.

Í Bandaríkjunum er stærsti markaður fyrir breska fjárfesta erlendis og Bandaríkjamenn eru stærsti einstaki fjárfestirinn í Bretlandi. Fyrirtæki ykkar fjárfesta eða færa út kvíarnar í Bretlandi með hraða sem mælist í rúmum tíu verkefnum á viku.

Bresk fyrirtæki eru með starfsmenn í hverju einasta ríki Bandaríkjanna frá Texas til Vermont. Varnarsamstarf Breta og Bandaríkjamanna er víðtækast, dýpst og hæst þróað milli nokkurra tveggja þjóða í heiminum sem deila með sér herbúnaði og sérþekkingu. Þá má ekki gleyma því að við höfum nýlega ákveðið að kaupa nýjar F-35 orrustuþotur fyrir nýju flugmóðurskipin okkar sem munu standa að baki flotaumsvifum okkar – og auka getu okkar til að sýna mátt okkar um heim allan – á komandi árum.

Vegna þessara sterku efnahagslegu og viðskiptalegu tengsla – sameiginlegrar sögu og styrkleika sambands okkar – vænti ég mikils af samtölum við Trump forseta og nýja ríkisstjórn hans um nýjan fríverslunarsamning Breta og Bandaríkjamanna á komandi mánuðum. Þetta er verk sem krefst nákvæmni en við fögnum hve þið eruð opnir fyrir þessum viðræðum og vonum að þær gangi vel svo að nýja, hnattræna Bretland sem birtist eftir úrsögnina úr ESB verði jafnvel enn betur í stakk búið til að skipa sér stöðu í heiminum fullt sjálfstrausti.

 

Lokaorð

Í slíkum samningi fælist nýtt skref innan sérstaka sambandsins milli okkar. Í honum fælist árétting á styrkleika einhverra mestu krafta i þágu framfara sem veraldarsagan geymir.

Fyrir 70 árum, árið 1946, kynnti Churchill nýjan áfanga í þessu sambandi – til að vinna kalda stríðið þótt margir hefðu ekki einu sinni áttað sig á upphafi þess. Hann lýsti hvernig járntjald hefði fallið frá Eystrasalti til Adríahafs, það hyldi allar höfuðborgir gömlu ríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu: Varsjá, Berlín, Prag, Vín, Búdapest, Belgrað, Sófíu og Búkarest.

Nú á tímum búa íbúar þessara miklu borga – heimila mikillar menningar og arfleifðar – við frelsi og frið. Þeir gera það vegna forystu Breta og Bandaríkjamanna, Thatcher og Reagans.

Að lokum ræður þó úrslitum til að þeir njóti frelsi og friðar að hugmyndir okkar munu ávallt hafa betur.

Þetta ræðst einnig af því að skorti veröldina forystu er það þetta bandalag gilda og hagsmuna – þetta sérstaka samband milli tveggja þjóða – sem, svo að vitnað sé til orða annars mikils bandarísks stjórnvitrings, gengur inn á leikvanginn með andlit okkar afmynduð af ryki og svita og blóði til að berjast af kappi og kynnast fögnuði vegna mikils afreks.

Þegar við endurnýjum fyrirheit í þágu þjóða okkar um að þær styrkist heima fyrir – með orðum Reagans þegar „sofandi risinn rumskar“ – skulum við endurnýja sambandið sem getur veitt veröldinni fyrirheitið um frelsi og velmegun sem almennir borgarar skráðu á bókfellið fyrir 240 árum.

Svo að við verðum ekki talin með þeim „köldu og huglausu sálum sem hafa hvorki kynnst sigri né ósigri“ heldur með þeim sem „kappkosta að vinna dáðirnar“ sem munu leiða okkur til betri veraldar.

Þessi betri framtíð er innan seilingar. Saman getum við tryggt hana.

 

Thank you very much for that fantastic welcome.

Majority Leader McConnell, Mr Speaker, distinguished members of the Senate and Representatives of the House.

I would like to thank Congress and the Congressional Institute for the invitation to be here today. The opportunity to visit the United States is always special. And to be invited to be the first serving head of government to address this important conference is an honour indeed.

I defy any person to travel to this great country at any time and not to be inspired by its promise and its example.

For more than 2 centuries, the very idea of America, drawn from history and given written form in a small hall not far from here, has lit up the world.

That idea – that all are created equal and that all are born free – has never been surpassed in the long history of political thought.

And it is here – on the streets and in the halls of this great city of Philadelphia – that the founding fathers first set it down, that the textbook of freedom was written, and that this great nation that grew “from sea to shining sea” was born.

Since that day, it has been America’s destiny to bear the leadership of the free world and to carry that heavy responsibility on its shoulders. But my country, the United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland, has been proud to share that burden and to walk alongside you at every stage.

For the past century, Britain and America – and the unique and special relationship that exists between us – have taken the idea conceived by those “56 rank-and-file, ordinary citizens”, as President Reagan called them, forward. And because we have done so, time and again it is the relationship between us that has defined the modern world.

One hundred years ago this April, it was your intervention in World War 1 that helped Britain, France, our friends in the Commonwealth and other allies to maintain freedom in Europe.

A little more than 75 years ago, you responded to the Japanese attack on Pearl Harbour by joining Britain in World War 2 and defeating fascism not just in the Pacific but in Africa and Europe too.

And later, in the aftermath of these wars, our 2 countries led the West through the Cold War, confronting communism and ultimately defeating it not just through military might, but by winning the war of ideas. And by proving that open, liberal, democratic societies will always defeat those that are closed, coercive and cruel.

But the leadership provided by our 2 countries through the special relationship has done more than win wars and overcome adversity. It made the modern world.

The institutions upon which that world relies were so often conceived or inspired by our 2 nations working together.

The United Nations – in need of reform, but vital still – has its foundations in the special relationship, from the original Declaration of St James’ Palace to the Declaration by United Nations, signed in Washington, and drafted themselves by Winston Churchill and President Franklin D. Roosevelt.

The World Bank and International Monetary Fund, born in the post-war world at Bretton Woods, were conceived by our 2 nations working together.

And NATO – the cornerstone of the West’s defence – was established on the bonds of trust and mutual interests that exist between us.

Some of these organisations are in need of reform and renewal to make them relevant to our needs today. But we should be proud of the role our 2 nations – working in partnership – played in bringing them into being, and in bringing peace and prosperity to billions of people as a result.

Because it is through our actions over many years, working together to defeat evil or to open up the world, that we have been able to fulfil the promise of those who first spoke of the special nature of the relationship between us. The promise of freedom, liberty and the rights of man.

“We must never cease”, Churchill said, “to proclaim in fearless tones the great principles of freedom and the rights of man which are the joint inheritance of the English-speaking world and which through Magna Carta, the Bill of Rights, the Habeas Corpus, trial by jury, and the English common law, find their most famous expression in the American Declaration of Independence”.

So it is my honour and privilege to stand before you today in this great city of Philadelphia to proclaim them again, to join hands as we pick up that mantle of leadership once more, to renew our Special Relationship and to recommit ourselves to the responsibility of leadership in the modern world.

Change in America

And it is my honour and privilege to do so at this time, as dawn breaks on a new era of American renewal.

For I speak to you not just as Prime Minister of the United Kingdom, but as a fellow Conservative who believes in the same principles that underpin the agenda of your party. The value of liberty. The dignity of work. The principles of nationhood, family, economic prudence, patriotism – and putting power in the hands of the people.

Principles instilled in me from a young age. Principles my parents taught me in the vicarage in Southern England in which I was raised.

And I know that it is these principles that you have put at the heart of your plan for government.

And your victory in these elections gives you the opportunity to put them at the heart of this new era of American renewal too.

President Trump’s victory – achieved in defiance of all the pundits and the polls – and rooted not in the corridors of Washington, but in the hopes and aspirations of working men and women across this land. Your party’s victory in both the Congress and the Senate where you swept all before you, secured with great effort, and achieved with an important message of national renewal.

And because of this – because of what you have done together, because of that great victory you have won – America can be stronger, greater, and more confident in the years ahead.

Change in Britain

And a newly emboldened, confident America is good for the world.

An America that is strong and prosperous at home is a nation that can lead abroad. But you cannot – and should not – do so alone. You have said that it is time for others to step up. And I agree.

Sovereign countries cannot outsource their security and prosperity to America. And they should not undermine the alliances that keep us strong by failing to step up and play their part.

This is something Britain has always understood. It is why Britain is the only country in the G20 – other than yours – to meet its commitment to spend 2% of GDP on defence, and to invest 20% of that in upgrading equipment. It is why Britain is the only country in the G20 to spend 0.7% of gross national income on overseas development. It is why my first act as Prime Minister last year was to lead the debate in Parliament that ensured the renewal of Britain’s independent nuclear deterrent. And it is why the government I lead will increase spending on defence in every year of this Parliament.

It is why Britain is a leading member – alongside the United States – of the coalition working successfully to defeat Daesh; why we have agreed to send 800 troops to Estonia and Poland as part of NATO’s forward presence in eastern Europe; why we are increasing our troop contribution to NATO’s Resolute Support mission that defends the Afghan government from terrorism; and it is why we are reinforcing our commitment to peacekeeping operations in Kosovo, South Sudan and Somalia.

And it is why Britain is leading the way in pioneering international efforts to crack down on modern slavery – one of the great scourges of our world – wherever it is found. I hope you will join us in that cause – and I commend Senator Corker in particular for his work in this field. It is good to have met him here today.

As Americans know, the United Kingdom is by instinct and history a great, global nation that recognises its responsibilities to the world.

And as we end our membership of the European Union – as the British people voted with determination and quiet resolve to do last year – we have the opportunity to reassert our belief in a confident, sovereign and global Britain, ready to build relationships with old friends and new allies alike.

We will build a new partnership with our friends in Europe. We are not turning our back on them, or on the interests and the values that we share. It remains overwhelmingly in our interests – and in those of the wider world – that the EU should succeed. And for as long as we remain members we will continue to play our full part, just as we will continue to co-operate on security, foreign policy and trade once we have left.

But we have chosen a different future for our country.

A future that sees us restore our parliamentary sovereignty and national self-determination, and to become even more global and internationalist in action and in spirit.

A future that sees us take back control of the things that matter to us – things like our national borders and immigration policy, and the way we decide and interpret our own laws – so that we are able to shape a better, more prosperous future for the working men and women of Britain.

A future that sees us step up with confidence to a new, even more internationalist role, where we meet our responsibilities to our friends and allies, champion the international co-operation and partnerships that project our values around the world, and continue to act as one of the strongest and most forceful advocates for business, free markets and free trade anywhere around the globe.

This is a vision of a future that my country can unite around – and that I hope your country, as our closest friend and ally, can welcome and support.

A renewed special relationship

So as we rediscover our confidence together – as you renew your nation just as we renew ours – we have the opportunity – indeed the responsibility – to renew the special relationship for this new age. We have the opportunity to lead, together, again.

Because the world is passing through a period of change – and in response to that change we can either be passive bystanders, or we can take the opportunity once more to lead. And to lead together.

I believe it is in our national interest to do so. Because the world is increasingly marked by instability and threats that risk undermining our way of life and the very things that we hold dear.

The end of the Cold War did not give rise to a new world order. It did not herald the end of history. It did not lead to a new age of peace, prosperity and predictability in world affairs.

For some – the citizens of Central and Eastern Europe in particular – it brought new freedom.

But across the world, ancient ethnic, religious and national rivalries – rivalries that had been frozen through the decades of the Cold War – returned.

New enemies of the West and our values – in particular in the form of radical Islamists – have emerged.

And countries with little tradition of democracy, liberty and human rights – notably China and Russia – have grown more assertive in world affairs.

The rise of the Asian economies – China yes, but democratic allies like India too – is hugely welcome. Billions are being lifted out of poverty and new markets for our industries are opening up.

But these events – coming as they have at the same time as the financial crisis and its fall out, as well as a loss of confidence in the West following 9/11, and difficult military interventions in Iraq and Afghanistan – have led many to fear that, in this century, we will experience the eclipse of the West.

But there is nothing inevitable about that. Other countries may grow stronger. Big, populous countries may grow richer. And as they do so, they may start to embrace more fully our values of democracy and liberty.

But even if they do not, our interests will remain. Our values will endure. And the need to defend them and project them will be as important as ever.

So we – our 2 countries together – have a responsibility to lead. Because when others step up as we step back, it is bad for America, for Britain and the world.

It is in our interests – those of Britain and America together – to stand strong together to defend our values, our interests and the very ideas in which we believe.

This cannot mean a return to the failed policies of the past. The days of Britain and America intervening in sovereign countries in an attempt to remake the world in our own image are over. But nor can we afford to stand idly by when the threat is real and when it is in our own interests to intervene. We must be strong, smart and hard-headed. And we must demonstrate the resolve necessary to stand up for our interests.

And whether it is the security of Israel in the Middle East or the Baltic states in Eastern Europe, we must always stand up for our friends and allies in democratic countries that find themselves in tough neighbourhoods too.

We each have different political traditions. We will sometimes pursue different domestic policies. And there may be occasions on which we disagree. But the common values and interests that bring us together are hugely powerful.

And – as your foremost friend and ally – we support many of the priorities your government has laid out for America’s engagement with the world.

It is why I join you in your determination to take on and defeat Daesh and the ideology of Islamist extremism that inspires them and many others terrorist groups in the world today. It is in both our national interests to do so. This will require us to use the intelligence provided by the finest security agencies in the world. And it will require the use of military might.

But it also demands a wider effort. Because one of the lessons of fighting terrorism in the last 15 years or so is yes, killing terrorists can save innocent lives. But until we kill the idea that drives them, the ideology, we will always have to live with this threat.

And as they are defeated on the ground, the terrorists are exploiting the internet and social media to spread this ideology that is preying on vulnerable citizens in our own countries, inspiring them to commit acts of terror in our own cities.

That is why the UK has led the world in developing a strategy for preventing violent extremism, and why the British and American governments are working together to take on and defeat the ideology of Islamist extremism. I look forward to working with the president and his administration to step up our efforts still further in order to defeat this evil ideology.

But of course, we should always be careful to distinguish between this extreme and hateful ideology, and the peaceful religion of Islam and the hundreds of millions of its adherents – including millions of our own citizens and those further afield who are so often the first victims of this ideology’s terror. And nor is it enough merely to focus on violent extremism. We need to address the whole spectrum of extremism, starting with the bigotry and hatred that can so often turn to violence.

Yet ultimately to defeat Daesh, we must employ all of the diplomatic means at our disposal. That means working internationally to secure a political solution in Syria and challenging the alliance between the Syrian regime and its backers in Tehran.

When it comes to Russia, as so often it is wise to turn to the example of President Reagan who – during his negotiations with his opposite number Mikhail Gorbachev – used to abide by the adage “trust but verify”. With President Putin, my advice is to “engage but beware”.

There is nothing inevitable about conflict between Russia and the West. And nothing unavoidable about retreating to the days of the Cold War. But we should engage with Russia from a position of strength. And we should build the relationships, systems and processes that make co-operation more likely than conflict – and that, particularly after the illegal annexation of Crimea, give assurance to Russia’s neighbouring states that their security is not in question. We should not jeopardise the freedoms that President Reagan and Mrs Thatcher brought to Eastern Europe by accepting President Putin’s claim that it is now in his sphere of influence.

And progress on this issue would also help to secure another of this nation’s priorities – to reduce Iran’s malign influence in the Middle East.

This is a priority for the UK too as we support our allies in the Gulf States to push back against Iran’s aggressive efforts to build an arc of influence from Tehran through to the Mediterranean.

The nuclear deal with Iran was controversial. But it has neutralised the possibility of the Iranians acquiring nuclear weapons for more than a decade. It has seen Iran remove 13,000 centrifuges together with associated infrastructure and eliminate its stock of 20% enriched uranium. That was vitally important for regional security. But the agreement must now be very carefully and rigorously policed – and any breaches should be dealt with firmly and immediately.

Strong institutions and nations

To deal with the threats of the modern world, we need to rebuild confidence in the institutions upon which we all rely.

In part that means multinational institutions. Because we know that so many of the threats we face today – global terrorism, climate change, organised crime, unprecedented mass movements of people – do not respect national borders. So we must turn towards those multinational institutions like the UN and NATO that encourage international co-operation and partnership.

But those multinational institutions need to work for the countries that formed them, and to serve the needs and interests of the people of those nations. They have no democratic mandate of their own. So I share your reform agenda and believe that, by working together, we can make those institutions more relevant and purposeful than they are today.

I call on others, therefore, to join us in that effort and to ensure they step up and contribute as they should. That is why I have encouraged Antonio Guterres, the new UN Secretary General, to pursue an ambitious reform programme, focusing the United Nations on its core functions of peacekeeping, conflict prevention and resolution. And it is why I have already raised with my fellow European leaders the need to deliver on their commitments to spend 2% of their GDP on defence – and 20% of their defence budgets on equipment.

It is also why I have already raised with Jens Stoltenberg – the Secretary General of NATO – the need to make sure the Alliance is as equipped to fight terrorism and cyber warfare, as it is to fight more conventional forms of war.

America’s leadership role in NATO – supported by Britain – must be the central element around which the Alliance is built. But alongside this continued commitment, I am also clear that EU nations must similarly step up to ensure this institution that provides the cornerstone of the West’s defence continues to be as effective as it can be.

Yet the most important institution is – and should always be – the nation state. Strong nations form strong institutions. And they form the basis of the international partnerships and co-operation that bring stability to our world.

Nations, accountable to their populations – deriving as the Declaration of Independence puts it “their just powers from the consent of the governed” – can choose to join international organisations, or not. They can choose to co-operate with others, or not. Choose to trade with others, or not.

Which is why if the countries of the European Union wish to integrate further, my view is that they should be free to do so. Because that is what they choose.

But Britain – as a sovereign nation with the same values but a different political and cultural history – has chosen to take a different path.

Because our history and culture is profoundly internationalist.

We are a European country – and proud of our shared European heritage – but we are also a country that has always looked beyond Europe to the wider world. We have ties of family, kinship and history to countries like India, Pakistan, Bangladesh, Australia, Canada, New Zealand, and countries across Africa, the Pacific and Caribbean.

And of course, we have ties of kinship, language and culture to these United States too. As Churchill put it, we “speak the same language, kneel at the same altars and, to a very large extent, pursue the same ideals”.

And, today, increasingly we have strong economic, commercial, defence and political relationships as well.

So I am delighted that the new administration has made a trade agreement between our countries one of its earliest priorities. A new trade deal between Britain and America must work for both sides and serve both of our national interests. It must help to grow our respective economies and to provide the high-skilled, high-paid jobs of the future for working people across America and across the UK.

And it must work for those who have too often felt left behind by the forces of globalisation. People, often those on modest incomes living in relatively rich countries like our own, who feel that the global system of free markets and free trade is simply not working for them in its current form.

Such a deal – allied to the reforms we are making to our own economy to ensure wealth and opportunity is spread across our land – can demonstrate to those who feel locked out and left behind that free markets, free economies and free trade can deliver the brighter future they need. And it can maintain – indeed it can build – support for the rules-based international system on which the stability of our world continues to rely.

The UK is already America’s fifth largest export destination, while your markets account for almost a fifth of global exports from our shores. Exports to the UK from this state of Pennsylvania alone account for more than $2 billion a year. The UK is the largest market in the EU – and the third largest market in the world – for exporters here.

America is the largest single destination for UK outward investment and the single largest investor in the UK. And your companies are investing or expanding in the UK at the rate of more than ten projects a week.

British companies employ people in every US state from Texas to Vermont. And the UK-US defence relationship is the broadest, deepest and most advanced of any 2 countries, sharing military hardware and expertise. And of course, we have recently invested in the new F-35 strike aircraft for our new aircraft carriers that will secure our naval presence – and increase our ability to project our power around the world – for years to come.

Because of these strong economic and commercial links – and our shared history and the strength of our relationship – I look forward to pursuing talks with President Trump and his new administration about a new UK-US free trade agreement in the coming months. It will take detailed work, but we welcome your openness to those discussions and hope we can make progress so that the new, global Britain that emerges after Brexit is even better equipped to take its place confidently in the world.

Conclusion

Such an agreement would see us taking that next step in the special relationship that exists between us. Cementing and affirming one of the greatest forces for progress this world has ever known.

Seventy years ago in 1946, Churchill proposed a new phase in this relationship – to win a Cold War that many had not even realised had started. He described how an iron curtain had fallen from the Baltic to the Adriatic, covering all the capitals of the ancient states of Central and Eastern Europe: Warsaw, Berlin, Prague, Vienna, Budapest, Belgrade, Sofia and Bucharest.

Today those great cities – homes of great culture and heritage – live in freedom and peace. And they do so because of the leadership of Britain and America, and of Mrs Thatcher and President Reagan.

They do so, ultimately, because our ideas will always prevail.

And they do so because, when the world demands leadership, it is this alliance of values and interests – this special relationship between 2 countries – that, to borrow the words of another great American statesman, enters the arena, with our faces marred by dust and sweat and blood, to strive valiantly and know the triumph of high achievement.

As we renew the promise of our nations to make them stronger at home – in the words of President Reagan as the “sleeping giant stirs” – so let us renew the relationship that can lead the world towards the promise of freedom and prosperity marked out in parchment by those ordinary citizens 240 years ago.

So that we may not be counted with the “cold and timid souls who know neither victory or defeat”, but with those who “strive to do the deeds” that will lead us to a better world.

That better future is within reach. Together, we can build it.

 

Skoða einnig

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við …