Home / Fréttir / Theresa May fær stuðning ríkisstjórnarinnar við ESB-úrsagnaráætlun

Theresa May fær stuðning ríkisstjórnarinnar við ESB-úrsagnaráætlun

Theresa May kynnir stuðning ríkisstjótnarinnst við ESB-áætlun sína.
Theresa May kynnir stuðning ríkisstjórnarinnar við ESB-áætlun sína.

Theresa May fékk samþykki ríkisstjórnar sinnar miðvikudaginn 14. nóvember við áætlun um brottför Breta úr ESB kl. 23.00 föstudaginn 29. mars 2019. Samkomulag hefur tekist um hvernig staðið verður að úrsögninni. Samkomulagið verður ekki að formlegri vinnuáætlun fyrr en í fyrsta lagi eftir að leiðtogaráð ESB hefur samþykkt það og einnig þing Bretlands og þing 27 annarra ESB-ríkja.

Leiðtogaráð ESB kemur saman sunnudaginn 25. nóvember. Eftir það taka breskir þingmenn afstöðu til málsins og greiða síðan atkvæði um það einhvern tíma fyrir jól.

Að kvöldi 14. nóvember lýsti Leo Vadaker, fosætisráðherra Írlands, yfir stuðningi við útgönguáætlunina og sagði hana taka mið af fyrirheiti May um að varðveita frið á Írlandi og hindrunarlaus samskipti Írska lýðveldisins og Norður-Írlands sem er hluti af Sameinaða konungdæminu (UK) en stjórn Thereseu May á allt sitt undir stuðningi DUP-flokksins á Norður-Írlandi.

Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, sagði við blaðamenn í Brussel að samkomulagsdrögin væru markvert skref til að ljúka Berxit-viðræðunum, það er úrsagnarviðræðum Breta. Framkvæmdastjórn ESB hefur birt skjalið sem hefur að geyma sameiginlegan texta viðræðunefndanna og er það 585 bls. að lengd.

Um klukkan 20.24 tilynnti Theresa May fyrir framan forsætisráðherrabústaðinn að Downing-stræti 10 í London að hún hefði fengið samþykki ríkisstjórnar sinnar við „skilnaðarsamkomulagið við ESB“. Hún tók ekki fram hvort um einróma samþykki sé að ræða.

„Sameiginleg niðurstaða ríkisstjórnarinnar var að bresk stjórnvöld ættu að samþykkja úrsagnardrögin og ramma stjórnmálayfirlýsingarinnar (draft withdrawal agreement and the outline political declaration). Þetta skref markar þáttaskil og gerir okkur kleift að ganga til þess að ljúka við gerð samkomulagsins á næstu dögum.“

 

 

 

Skoða einnig

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við …