Home / Fréttir / Teng­ist „vax­andi hernaðar­um­svif­um Rússa“ segir formaður utanríkismálanefndar við mbl.is

Teng­ist „vax­andi hernaðar­um­svif­um Rússa“ segir formaður utanríkismálanefndar við mbl.is

„Um­hverfið er breytt í ör­ygg­is­mál­um á norðan­verðu Atlants­hafi. Staðan þar er til dæm­is breytt í þeim skiln­ingi að fylgst er bet­ur með þróun ör­ygg­is­mála á norður­slóðum. Þar eru auðvitað vax­andi hernaðar­um­svif Rússa, sem NATO hef­ur fylgst vel með. Þau auknu um­svif hafa verið í for­grunni frá því 2014,“ seg­ir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar.

Sagt hef­ur verið frá því að Banda­ríkja­her hef­ur í hyggju að hefja upp­bygg­ingu innviða á Kefla­vík­ur­flug­velli, sem verða fyrstu aðgerðir þeirr­ar gerðar frá 2006. Fyr­ir­huguð upp­bygg­ing er gríðarlega um­fangs­mik­il, eins og má lesa um í fjár­hags­áætl­un hers­ins, og mun meðal ann­ars fel­ast í upp­bygg­ingu innviða sem munu gera Banda­ríkj­un­um kleift að reka á norður­slóðum fær­an­lega her­stöð. Á sama tíma var því breytt á síðustu stundu í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar til 2024, að fleiri hundruðum millj­óna yrði varið úr rík­is­sjóði í að upp­fylla skuld­bind­ing­ar Íslend­inga um innviði hér á landi fyr­ir starf Atlants­hafs­banda­lags­ins, NATO.

„Við þurf­um sjálf að bregðast við ákveðinni upp­safnaðri viðhaldsþörf,“ seg­ir Áslaug en fjár­magnið sem lagt var til þess­ara mála í nýrri fjár­mála­áætl­un voru 300 millj­ón­ir.

Upp­bygg­ing­in viðbúin

„Þetta ætti ekki að koma á óvart eft­ir að útboðum var lokið vegna fram­kvæmda á Kefla­vík­ur­flug­velli,“ seg­ir Áslaug. Hún vís­ar þar einnig til yf­ir­lýs­ing­ar sem und­ir­rituð var á milli Banda­ríkj­anna og Íslands árið 2016 um tví­hliða sam­starf í varn­ar­mál­um. „Það er auðvitað eðli­legt og mik­il­vægt að fram­kvæmd varn­ar­samn­ings­ins sé tryggð,“ seg­ir Áslaug.

Áslaug seg­ir að upp­bygg­ing­in nú snú­ist, ásamt aukn­um hernaðarsvif­um Rússa og á viss­an hátt tengt þeim, um mik­il­vægi op­inna sigl­inga­leiða og flutn­inga um Norður-Atlants­hafið. „Við höf­um séð það í æf­ing­um, viðveru og eft­ir­liti NATO á þess­um slóðum,“ seg­ir hún.

Hún seg­ir að upp­bygg­ing­in hafi verið viðbúin og snúi að breyttri stöðu á norður­slóðum. „Það er kunn­ugt að um­svif Banda­ríkja­hers í Norður-Atlants­hafi hef­ur auk­ist. Þeir hafa verið að ann­ast loft­helg­is­gæslu hér, meðal ann­ars,“ seg­ir hún.

Banda­ríski her­inn er ekki á leið til Íslands

Áslaug seg­ir að fram­lag Íslend­inga, um­rædd­ar 300 millj­ón­ir, séu ein­ung­is fram­lag Íslend­inga til þess að mæta skuld­bind­ing­um sín­um, svo NATO geti haldið áfram óbreyttri starf­semi hér á landi. „Það var ein­fald­lega lagt mat á viðhaldsþörf­ina og með þessu erum við ein­fald­lega að tryggja óbreytta starf­semi með viðhaldi á mann­virkj­um hér á landi,“ seg­ir hún.

Með upp­bygg­ing­unni á Kefla­vík­ur­flug­velli, sem 300 millj­ón­irn­ar úr rík­is­sjóði eru visst mót­fram­lag til, er Áslaug þó á því að ekki megi segja að hér sé kom­inn her. „Banda­ríski her­inn er ekki á leið til Íslands. Það eru ekki til nein­ar áætlan­ir um var­an­lega viðveru hans á Íslandi Það eru eng­ar stór­ar breyt­ing­ar sem fylgja þessu. Þetta er bara hluti af stefnu Íslands í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um, að tryggja í ljósi her­leys­is samt sem áður góðar varn­ir á Íslandi og í nærum­hverfi, en á sama tíma taka þátt í tví­hliða samn­ing­um okk­ar við Banda­rík­in og NATO,“ seg­ir hún.

„Við erum hluti af þess­ari nýju mynd sem blas­ir við á norður­slóðum. Hingað eru að koma til lands­ins flugsveit­ir í loft­rým­is­gæslu þris­var á ári og kaf­bát­ar­leit­ar­vél­ar hafa aukið viðveru sína meðal ann­ars og þessi staða var sér­stak­lega rædd 2016 þegar áréttaðar voru skuld­bind­ing­ar beggja ríka í ör­ygg­is­sam­starfi,“ seg­ir Áslaug og á við Banda­rík­in og Ísland.

Hvort hernaðar­um­svif eigi eft­ir að aukast enn frek­ar hér á landi seg­ir Áslaug ekk­ert hægt að full­yrða um það. „Sam­starfið þarf bara að þró­ast í takt við þær aðstæður sem eru uppi hverju sinni,“ seg­ir hún.

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …