Home / Fréttir / Svíar taka þátt í mikilli NATO-heræfingu í Norður-Noregi

Svíar taka þátt í mikilli NATO-heræfingu í Norður-Noregi

 

Flugvélar og herskip taka þátt í heræfingunni í N-Noregi.
Flugvélar og herskip taka þátt í heræfingunni í N-Noregi.

Á annað þúsund sænskir hermenn hafa verið sendir norður til Noregs til þátttöku í miklum heræfingum við hlið hermanna frá 13 NATO-ríkjum sem hófust þar undir lok febrúar og lýkur 10. mars.

Æfingin er kölluð Cold Response og taka um 15.000 hermenn þátt í henni í Noregi og lofthelgi Svíþjóðar. Alls taka um 2.000 Svíar þátt í æfingunni og er það þriðji fjölmennasti hópur þátttakenda á eftir Norðmönnum og Bandaríkjamönnum.

Svíar hafa í 20 ár verið samsarfsþjóð NATO innan verkefnisins Samstarf í þágu friðar. Markmið verkefnisins er að stuðla að trausti og hernaðarlegu samstarfi við ríki utan NATO.

Um 40 þyrlur. 30 orrustuþotur og 10 annars konar flugvélar, þar á meðal þrjár B-52 sprengjuvélar, taka þátt í Cold Response auk 30 skipa á hafi og 1.000 farartækja á landi.

Landgönguliðar og hermenn frá Bandaríkjunum eru fleiri í æfingunni en verið hefur um langt árabil í Noregi.

Rússar sendu eftirlitsmenn til að fylgjast með æfingunni í fyrri viku hennar.

 

Skoða einnig

Drónaárás gerð á Moskvu

Ráðist var með drónum á Moskvu, höfuðborg Rússlands, að morgni þriðjudags 30. maí. Svo virðist …