Home / Fréttir / Svíar framlengja landamæraeftirlit af ótta við hryðjuverk

Svíar framlengja landamæraeftirlit af ótta við hryðjuverk

 

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía.

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að haldið verði uppi landamæraeftirliti í Svíþjóð að minnsta kosti til 11. desember. Eftirlitið var tekið upp fyrir nokkru til að ná stjórn á straumi farand- og flóttafólks til landsins. Nú er það framlengt af ótta við hryðjuverkamenn, sagði Stefan Lövfen, forsætisráðherra blaðamannafundi fimmtudaginn 19. nóvember.

Á blaðamannafundinum sagði forsætisráðherrann að Svíar hefðu haft barnalegt viðhorf til öfgastefna.

„Það skiptir miklu að Svíar standi saman. Það er ekkert rými fyrir flokkspólitískar orðahnippingar,“ sagði hann um nauðsyn þess að herða landamæraeftirlitið.

Ummælin um hið barnalega viðhorf Svía eru sögð til marks um breytta afstöðu yfirvalda og að meiri áhersla en áður verði lögð á eftirlit með myndavélum, með tölvum og netsamskiptum auk eftirlits með vegabréfum.

Forsætisráðherrann vísar til þess að Säpo, sænska leyniþjónustan, hafi upplýsingar um að 300 einstaklingar hafi farið til Sýrlands og Íraks til að berjast í þágu Ríkis íslams og um 120 hafi snúið aftur til Svíþjóðar.

Danska lögreglan fékk miðvikudaginn 18. nóvember tilmæli frá sænsku lögreglunni um að leita að manni, grunuðum um hryðjuverk, sem lögreglan taldi að hefði áform um hryðjuverk í Svíþjóð.

Í sænskum blöðum segir að þarna sé um að ræða Írakann Mutar Muthanna Majid. Säpo telur að hann sé félagi í Ríki íslams og hafi nýlega snúið aftur til Svíþjóðar til að stunda hryðjuverk í Evrópu.

„Mig hryllir við því að æa meðal okkar sé fólk sem geti hugsað sér að styðja og berjast með svo illum öflum,“ sagði Stefan Löfven.

 

Skoða einnig

Bardagareyndur hershöfðingi settur yfir rússnesku herstjórnina í norðvestri

Þriggja stjörnu hershöfðinginn Aleksandr Lapin var 15. maí skipaður yfirmaður Leningrad-herstjórnarsvæðisins í Rússlandi. Svæðið er …