Home / Fréttir / Svartfjallaland: NATO-aðildarskjöl undirrituð – fullgildingarferli hafið

Svartfjallaland: NATO-aðildarskjöl undirrituð – fullgildingarferli hafið

 

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna 28 tóku þátt í hátíðlegri athöfn í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel fimmtudaginn 19. maí og rituðu undir skjöl til staðfestingar á aðild Svartfjallalands að bandalaginu. Hún kemur til framkvæmda eftir að þjóðþing NATO-ríkjanna og Svartfjallalands hafa fullgilt han

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna með forsætisráðherra Svartfjallalands.
Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna með forsætisráðherra Svartfjallalands.

a.

Milo Djukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, tók þátt í athöfninni í Brussel en á meðan hann dvaldist þar var samþykkt á þingi landsins að stjórnarandstaðan fengi fimm ráðherra í ríkisstjórninni og þjóðstjórn sæti fram að kosningum í október.

Það er ekki fyrr en að loknum kosningunum sem aðildarsamningurinn að NATO verður borinn upp á þingi Svartfellinga. Andstæðingar NATO-aðildarinnar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hana. Djukanovic telur hins vegar að samþykkt þingsins nægi.

Margt getur því gerst áður en aðildin kemur til lokaafgreiðslu  og Svartfjallaland verður 29. aðildarríki NATO. Fram til fullgildingar allra þjóðþinganna, sem kann að liggja fyrir innan eins árs, verður fastafulltrúi Svartfjallalands áheyrnaraðili á öllum fundum NATO.

Ólíklegt er að eitthvert aðildarríki NATO bregði fæti fyrir aðild Svartfjallalands. Óvissan er meiri í Podgorcia, höfuðborg landsins sjálfs. Ríkisstjórnin stóð naumlega af sér vantraust í janúar 2016. Jafnaðarmannaflokkurinn gekk til liðs við stjórnarandstöðuna í fyrsta sinn í 18 ár.

Djukanovic hefur stjórnað Svartfjallalandi annað hvort sem forseti eða forsætisráðherra frá 1991. Undanfarið hefur verið sótt hart gegn honum. Miðvikudaginn 19. maí var tilkynnt að Svetozar Marovic, bandamaður hans til margra ára hefði verið dæmdur til fangelsisvistar. Föstudaginn 13. maí gerðist sá fáheyrði atburður þegar Djukanovic gekk inn í þingsalinn að þingmenn stjórnarandstöðunnar risu á fætur og hrópuðu: „Milo, þjófur!“

Mikil spenna er í stjórnmálum Svartfjallalands. Serbar í stjórnarandstöðu eru andvígir NATO-aðild og styðja Rússa.

Maria Zakharova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði fimmtudaginn 19. maí að NATO reyndi nú að breyta pólitísku landslagi í Evrópu með aðild Svartfjallalands í andstöðu  við vilja íbúa landsins. Rússar yrðu að grípa til hæfilegra gagnaðgerða til að tryggja öryggi sit tog hagsmuni.

 

 

Skoða einnig

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við …