Home / Fréttir / Stríðsástand í Marseille vegna EM 2016 – engir Rússar handteknir

Stríðsástand í Marseille vegna EM 2016 – engir Rússar handteknir

Rússneskar fótboltabullur fara hamförum í Marseille.
Rússneskar fótboltabullur fara hamförum í Marseille.

Harkan í fjögurra daga árásum rússneskra ofbeldismanna á stuðningsmenn Englendinga í knattspyrnuleik Englands og Rússlands á EM 2016 í Marseille að kvöldi laugardags 11. júní. Brian Robin, yfirsaksóknari í Marseille, viðurkenndi að lögreglan hefði ekki ráðið við hrottana. Hann sagði við blaðamenn: „Ég vil ekki fullyrða að þetta séu atvinnumenn en þeir eru ótrúlega vel þjálfaðir.“ Fréttir herma að 150 „ofur ofbeldisfullir“ félagar í hópnum Rússneskir ofstopamenn séu á leið til Lille til að veita stuðningsmönnum Englendinga fyrirsát.

Hann sagði að Rússnesku ofstopamennirnir séu skipulagðir eins og herflokkur sem fari um á ofur-hraða og beiti ofur-ofbeldi. Hópurinn sem réðst á drukkna áhangendur Englands utan og innan leikvangsins Stade Velodrome komst undan vörðum laganna. Af þeim sem urðu fyrir árás Rússa varð 51 árs karlmaður frá Portsmouth verst úti. Hann hlaut alvarlegan heilaskaða eftir að stuðningsmenn Rússlands höfðu barið hann oftar en einu sinni í höfuðið með járnstöng. Engir Rússar hafa verið handteknir.

Saksóknarinn viðurkenndi að Rússarnir hefðu ekki verið sviptir vegabréfum sínum þótt þeir væru alkunnir sem fótboltabullur. Alls voru um 12.000 Rússar í Marseille um helgina. Aðeins tveir Rússar voru handteknir.

Saksóknarinn efndi til blaðamannafundarins þegar fréttist að 16 ára stuðningsmaður Englands hefði verið sakaður um að kasta flösku í lögreglumann og sviptur aðgöngumiða sínum.

Rússnesku fótboltabullurnar Ofstopamenn (Ultras) eru alræmdir vegna framkomu sinnar. Þeir hafa oftar en einu sinni staðið fyrir óeirðum á knattspyrnuleikjum í Rússlandi. Sumir félagsmenn veifa fánum með nazista-táknum.

Stuðningsmenn rússneska liðsins Spartak hafa ráðist á lögreglu og kastað blysum og reyksprengjum inn á velli fyrir leiki.

Árið 2013 setti UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, stuðningsmenn rússneska liðsins CSKA Moskvu í takmarkað leikvallarbann eftir að þeir gerðu niðurlægjandi hróp að Yaya Toure, leikmanni Manchester City.

Bretar hafa gagnrýnt frönsk yfirvöld harðlega fyrir lélega löggæslu í Marseille og breska innanríkisráðuneytið hefur boðist til að senda lögreglumenn til að halda uppi gæslu á síðari leikjum Englands á EM 2016.

Í The Daily Telegraph er vitnað í dr. Geoff Pearson, kennara í refsirétti við Manchester-háskóla, sem var vitni að ólátum eftir knattspyrnuleik í Marseille árið 1998 og í Charleroi á EM 2000. Hann segist aldrei hafa séð eins mikið ofbeldi eins og í Marseille núna. Hann hefur löngum gagnrýnt frönsku lögregluna harðlega fyrir aðferðir hennar, hún hafi ekki farið að dæmi annarra evrópskra liða og breytt aðferðum sínum við mannfjöldastjórn, aðferðir hennar geri oft illt verra.

Hann segir í raun ótrúlegt að þessir rússnesku ofstopamenn hafi getað látið að sér kveða í tengslum við leikinn og meira að segja inni á leikvellinum.

Franska lögreglan hafnar öllum ásökunum um að hún beiti úreltum aðferðum. Öryggisfræðingar hafa meðal annars bent á að lögreglan treysti um of á fjölmennt lögreglulið og beitingu táragass. Hún ætti frekar að hafa „leitendur“ meðal áhorfenda og stuðningsmanna sem kalli á lögreglumenn til að kæfa ólæti í fæðingu.

Laurent Nunez lögreglustjóri hafnaði gagnrýni á lið sitt: „Enginn getur fullyrt að öryggisráðstafanirnar hafi verið ónógar. Þær voru viðunandi miðað við hættuna. Lögreglan kom í veg fyrir mjög alvarleg ofbeldisverk og tjón með því að reka ofbeldismennina á flótta.“

 

 

 

 

Skoða einnig

Sænskir jafnaðarmenn viðurkenna mistök í útlendingamálum

Sænskir jafnaðarmenn hafa látið vinna skýrslu um útlendingamál innan flokks síns þar sem komist er …